Fara í innihald

Bláa lónið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bláa lónið.

Bláa lónið er lón á Reykjanesskaganum sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja myndar. Árið 1976 myndaðist lón í kjölfar starfsemi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og árið 1981 fór fólk að baða sig í lóninu þegar í ljós kom að böðun hefur jákvæð áhrif á húðsjúkdóminn psorisasis. Sex árum seinna eða árið 1987 opnað baðaðstaða fyrir almenning og 1992 var Bláa Lónið hf. stofnað. Árið 1994 tók Bláa Lónið hf. yfir rekstur baðstaðarins og í kjölfar opnaði göngudeild fyrir psoriasis og exem sjúklinga. Bláa lónið er nú einhver fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi bæði af innlendum og erlendum ferðamönnum.

Vistkerfi Bláa Lónsins er sérstætt. Kaldur sjór og grunnvatn kemst í snertingu við heitt innskotsberg á miklu dýpi þar sem Ameríku og Evrópu-Asíu flekarnir tengjast. Vökvinn snögghitnar og stígur upp á yfirborð jarðar. Kísill losnar úr berginu og úr verður hvít leðja. Blágrænir þörungar af gerðinni Leptolyngbya erebi var. thermalis eru þar sem og sérstæð baktería sem hefur fengið nafnið silicibacter lacuscaerulensis.

Jarðhitinn er nýttur til að veita íbúum heitt vatn og rafmagn.

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.