Barnagæla
Barnagæla er hefðbundið ljóð eða vísa sem notuð er til þess að hugga börn, hafa þau góð og svæfa. Þá er börnum hér á landi einnig kennt að fara með íslenskar og erlendar barnagælur og þær sungnar. Þær aðstoða barnið við að læra móðurmálið auk litanafna, að telja o.fl.
Barnagælur geta annað hvort verið ein lausavísa (eitt erindi) eða löng kvæði sem innihalda mörg erindi. Þá eru margar íslenskar þulur síðari alda oft skilgreindar sem barnagælur.
Fyrr á öldum, á tímum gamla bændasamfélagsins, var farið með svokallaðar barnafælur og grýlukvæði ef börnin voru óþæg, létu illa og sinntu ekki skyldum sínum t.d. við prjónaskapinn.[1]
Flokkun íslenskra barnagælna
[breyta | breyta frumkóða]Hefð er fyrir því að flokka íslenskar barnagælur í eftirfarandi flokka. Íslenskar barnagælur tilheyra flokki íslenskra þjóðkvæða:[2]
- Barnafælur
- Grýlukvæði
- Huggunarkvæði og gæluvísur
- Ljóðaleikir
- Vöggukvæði
- Þulur (síðari alda)
Dæmi um íslenskar barnagælur
[breyta | breyta frumkóða]- Bí, bí og blaka (vöggukvæði)
- Bíum bíum bamba (huggunarkvæði og gæluvísur)
- Bokki sat í brunni (þula)
- Faðir minn er róinn (ljóðaleikur)
- Fagur fiskur í sjó (ljóðaleikur)
- Fuglinn í fjörunni, hann heitir már (huggunarkvæði og gæluvísur)
- Gimbillinn mælti, og grét við stekkinn (huggunarkvæði og gæluvísur)
- Grýlukvæði Stefáns í Vallanesi (Grýlukvæði)
- Heyrði ég í hamrinum (þula)
- Karl tók til orða (þula)
- Karlinn undir klöppunum (barnafælur)
- Krumminn í hlíðinni (þula)
- Krummi krunkar úti (huggunarkvæði og gæluvísur)
- Kvölda tekur, sest er sól (huggunarkvæði og gæluvísur)
- Sat ég undir fiskihlaða (þula)
- Sofa urtu börn á útskerjum (vöggukvæði)
- Sofðu blíðust barnkind mín (vöggukvæði)
- Sofðu nú sælin (vöggukvæði)
- Stúlkurnar ganga sunnan með sjó (þula)
- Táta, táta, teldu dætur þínar (þula)
- Það á að gefa börnum brauð (Grýlukvæði)
- Það var barn í dalnum (barnafælur
Dæmi um þýddar barnagælur
[breyta | breyta frumkóða]- Allir krakkar
- Allur matur
- Apinn
- Á sandi byggði…
- Bangsi lúrir
- Dansi, dansi, dúkkan mín
- „Druslu-lagið“
- Fingurnir
- Fimm litlir apar
- Fyrst á réttunni
- Hjólin á strætó
- Kalli litli könguló
- Karl gekk út um morguntíma
- Litirnir
- Meistari Jakob
- Stóra brúin
- Upp á grænum…
- Við klöppum litlu höndunum