Fara í innihald

Baffinsland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Baffineyja)
Lega Baffinslands.

Baffinsland (líklega sama eyja og fornmenn nefndu Helluland) er fimmta stærsta eyja heims, 507.451 ferkílómetrar. Hún er hluti af sjálfstjórnarsvæðinu Núnavút í Kanada og er stærst af kanadísku heimskautaeyjunum. Eyjan er næstum því fimm sinnum stærri en Ísland.[1]

Eyjan er nefnd eftir enska landkönnuðinum William Baffin, sem kom þangað árið 1616. Á norðausturströnd eyjarinnar er fjallgarðurinn Baffinsfjöll og þar eru há og hrikaleg fjöll, þeirra á meðal Óðinsfjall (Mount Odin) og Ásgarðsfjall (Mount Asgard), bæði yfir 2000 metrar á hæð. Þórsfjall (Mount Thor) er aðeins 1675 metra hátt en þar er talið vera hæsta lóðrétta standberg í heimi, 1250 m. Á miðri eynni er Barnesjökull en hann fer stöðugt minnkandi. Auyuittuq-þjóðgarðurinn er um 19.000 ferkílómetrar.

Höfuðstaður Núnavút, Iqaluit, er syðst á eynni. Þar eru einnig nokkrir aðrir þéttbýlisstaðir og er íbúafjöldi eyjarinnar um 11.000 manns.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Forvitnilegar risaeyjar; greinarhluti í Lesbók Morgunblaðsins 1998