Hlýri
Útlit
(Endurbeint frá Anarhichas minor)
Hlýri | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Anarhichas minor Olafsen, 1772 |
Hlýri (fræðiheiti Anarhichas minor) er steinbítstegund, töluvert stærri en steinbítur og er við kynþroska 70 - 90 sm og 4-8 kg. Hann getur orðið allt að 180 sm og 26 kg. Hlýri er gulbrúnn og flekkóttur. Roð hlýra er sterkara en á steinbít og hentar því betur til skinngerðar. Fæða hlýra er aðallega skrápdýr. Hlýri er talinn ofveiddur en hefur ekki verið settur á alþjóðlega lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Hlýri finnst á úthafssvæðum í köldu djúpsævi, vanalega undir 5°C og á 50-800 m dýpi en finnst líka í allt að 25 m dýpi á norðlægum slóðum í Kanada. Kjörlendi þeirra er grófur sandur þar sem nálægt eru klettasvæði þar sem er skjól og staðir sem henta fyrir hreiður. Hrygningartími er á sumri fram á vetur og geta eggin verið 54,600.
Frekari lestur
[breyta | breyta frumkóða]- Albert K. Dagbjartarson Imsland og Snorri Gunnarsson (2008). Hlýri - kjörin eldistegund við íslenskar aðstæður? Náttúrufræðingurinn 76(3-4): 132-138.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hlýri.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Anarhichas minor.