Fara í innihald

Alfreð Clausen syngur - Íslensk dægurlög 1

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alfreð Clausen syngur - Íslensk dægurlög 1
Bakhlið
45-snúninga hljómplata
FlytjandiAlfreð Clausen hljómsveit Josef Felzmann og Carl Billich
Gefin út1954
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenskir tónar

Íslensk dægurlög 1 er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Þetta er fyrsta 45-snúninga plata sem gefin er út á Íslandi. Á henni flytur Alfreð Clausen fjögur lög með hljómsveitum Josef Felzmann og Carl Billich. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: Alþýðuprentsmiðjan hf..

  1. Æskuminning - Lag - texti: Ágúst Pétursson - Jenni Jónsson - Hljóðdæmi
  2. Vökudraumur - Lag - texti: Jenni Jónsson - Hljóðdæmi
  3. Litla stúlkan - Lag - texti: Steingrímur Sigfússon
  4. Manstu gamla daga - Lag - texti: Alfreð Clausen - Kristín Engilbertsdóttir - Hljóðdæmi


Æskuminning

[breyta | breyta frumkóða]

Lagið Æskuminning lenti í öðru sæti í danslagakeppni SKT árið 1952, en bar sigur úr býtum í vali áhorfenda. Höfundurinn Ágúst Pétursson samdi lagið nokkru fyrir þann tíma, en það kom fyrst út á 78 snúninga plötu með Alfreð Clausen hjá Íslenzkum tónum árið 1953 (IM 11). Á þeirri plötu var einnig lagið Manstu gamla daga eftir Alfreð sjálfan.

Æskuminning naut mikilla vinsælda og kom einnig út á Norðurlöndunum. Carl Billich útsetti lagið. Ágúst átti fleiri lög sem Íslenzkir tónar gáfu út, lögin Hittumst heil og Ég mætti þér sem Tígulkvartettinn söng, Harpan ómar sem Alfreð og Ingibjörg Þorbergs sungu saman og Þórður sjóari sem Alfreð söng.

Í takt við vinsældir Æskuminningar gaf Drangeyjarútgáfan út nótur af laginu. Forsíðuna teiknaði Þorleifur Þorleifsson sem hannaði flest plötuumslög Íslenzkra tóna.