3. Mósebók

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

3. mósebókgrísku: Λευιτικός, Leuitikos; á hebresku: ויקרא Vayikra („brottförin“), á latínu: Leviticus) er þriðja af fimm mósebókum. Mósebækur eru fyrsti hluti gamla testamentisins og nefnast saman Torah á hebresku.

Efni[breyta | breyta frumkóða]

Bókin fjallar um lög og reglur Ísraelsmanna. Hún fjallar einnig um þegar Levítar eru gerðir að prestum þjóðflokksins. Latneska, gríska og enska heiti bókarinnar er dregið af Levítum. Efnið skiptist í nokkra hluta:

1. - 7. kafli fjalla um hvernig fórnir skulu fara fram
8. - 10. kafli fjallar um þegar Aron og synir hans eru vígðir til prests
11. - 15. kafli fjallar um hreinleika fyrir guði og meðferð á mat
16. kafli fjallar um Yom Kippur, hvíldardag hvíldardaganna, sem er heilagasta hátíð Gyðinga í dag
17. - 26. kafli fjalla um heilagleiklögin

Mannfræðingurinn Mary Douglas er upphafsmaður nútíma túlkunnar á 3. mósebók. Hún lítur svo á að hreinleikalögin eru táknræn. Til dæmis er hugmyndin um misheilaga staði í tjaldbúðum Drottins mikilvæg til að skýra táknræna þýðingu hreinleikans.