Þrjú á palli - Þið munið hann Jörund - Eitt sumar á landinu bláa
Útlit
Þrjú á palli - Eitt sumar á landinu bláa | |
---|---|
SG - 025 | |
Flytjandi | Þrjú á palli |
Gefin út | 1970 |
Stefna | Þjóðlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Þórir Baldursson |
Hljóðdæmi | |
Þrjú á palli - Eitt sumar á landinu bláa er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Á henni flytja Þrjú á palli söngva úr leikriti Jónasar Árnasonar, „Þið munið hann Jörund“. Ljóðin eru eftir Jónas Árnason, en lögin eru fyrst og fremst írsk þjóðlög, en þó einnig skosk og ensk. Hljómplatan var hljóðrituð í Marquee-studio í London. Þórir Baldursson hafði umsjón með hljóðritun og útsetti jafnframt fyrir þau aukahljóðfœri, sem heyrast í fáeinum laganna. Aðrar útsetningar gerði Páll Einarsson. Steinþór Sigurðsson leikmyndateiknari átti hugmyndina að framhlið plötuumslagsins og valdi muni þá sem eru á mynd, en muni þessa lánaði Þjóðminjasafn Íslands góðfúslega. Myndina tók Kristján Magnússon.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- ...Sem kóngur ríkti hann
- Hæ, hoppsa-sí
- Hífum í bræður
- Hásætisræða Jörundar
- Hæ, hoppsa-sa
- Í sal hans hátignar
- Ó, ég dái þig
- Vöggusöngur Völu
- Barbara
- Landsreisa Jörundar
- Sigur að kveldi
- Djúpt á meðal dauðra
- ...Eitt sumar á landinu bláa
Textabrot af bakhlið plötuumslags
[breyta | breyta frumkóða]Söngflokkinn Þrjú á palli skipa þau Troels Bendtsen, Edda Þórarinsdóttir og Helgi R. Einarsson. Flokkurinn varð til og fékk jafnframt heiti sitt vegna tilvistar sinnar í leikriti Jónasar, þvi hann stendur á palli til hliðar við sviðið í Iðnó og rekur að nokkru leyti sögu Jörundar í söngvum sínum, en þeir eru þrettán og eru allir á þessari hljómplötu. Troels er kunnur fyrir söng sinn með hinu gamalkunna Savannatríói, en Edda og Helgi eru lítt kunn fyrir söng af þessu tagi, þó bœði hafi þau lítið eitt fengist við hann. En Edda er annars leikkona og Helgi nemandi í Kennaraskólanum. Má vafalaust búast við því, að þessi ágœti söngflokkur láti talsvert að sér kveða í framtiðinni. | ||