Þýðendur án landamæra
Útlit
Þýðendur án landamæra eru góðgerðarsamtök sem hafa það að markmiði að þýða efni í mannúðarskyni, t.d. til að miðla fréttum af stríðsátökum eða leiðbeina fólki um sjúkdóma. Samtökin voru stofnuð árið 2010 sem systursamtök Traducteurs Sans Frontières, sem stofnuð voru árið 1993 af Lori Thicke og Ros Smith-Thomas. Árið 2012 höfðu samtökin á sínum snærum yfir 1.600 þýðendur sem allir störfuðu sem sjálfboðaliðar fyrir samtökin. Þýðendur án landamæra hafa það að markmiði að auka mannúðarstarf með því að tengja hjálparstofnanir við samfélag sjálfboðaliða sem starfa að þýðingum.