Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2004

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2004 var knattspyrnuleikur sem var spilaður 26. maí 2004 til að ákveða sigurvegara Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2003-04. AS Mónakó og Porto mættust á Veltins Arena (Arena AufSchalke) í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Þrátt fyrir að AS Monakó kemur frá og spilar í Monakó var liðið fulltrúi frönsku deildarinnar Ligue 1 í keppninni og lék því undir franska fánanum. Porto vann leikinn 3-0, þar sem Carlos Alberto, Deco og Dmitri Alenichev skoruðu í frábærri frammistöðu Porto liðs undir stjórn José Mourinho Deco var nefndur Man of the Match.

Fyrri sigur Porto í keppninni hafði verið árið 1987 - þó að þeir hefðu unnið UEFA Cup á síðasta tímabili - á meðan Mónakó var að spila í sínum fyrsta úrslitaleik í Meistaradeildinni og fyrsta í Evrópukeppni. Bæði lið byrjuðu herferðir sínar í riðlakeppninni og sigruðu fyrrverandi Evrópumeistara á leiðinni í úrslit: Porto sigraði gegn Manchester United en Mónakó sigraði Real Madrid.

Bæði lið voru ekki talin meðar sigurstranglegustu liðanna áður en útsláttarkepnin hófst. Mónakó hafði ráðið fyrrverandi landsliðsstjörnu Frakka Didier Deschamps sem þjálfara og Porto var stjórnað af risastjörnunni José Mourinho, sem yfirgaf félagið til Chelsea viku eftir leikinn.

Mónakó varð fjórða félagið í frönsku deildinni til að komast í úrslitaleik Meistardeildarinnar/Evrópukeppni meistaraliða á eftir Reims árið 1956 og 1959, Saint-Étienne árið 1976 og Olympique de Marseille 1991 og 1993. Þetta var aðeins fimmti úrslitaleikurinn í sögu keppninnar þar sem hvorugt liðið kom frá Englandi, Þýskalandi, Ítalíu eða Spáni og í fyrsta sinn síðan í úrslitaleiknum árið 1991 þegar Rauða stjarnan Belgrad frá Júgóslavíu sigraði Marseille. Síðan þá hefur ekkert lið frá annaðhvort af fyrrnefndum löndum unnið keppnina.

26. maí 2004
Fáni Frakklands AS Monaco 0-3 FC PortoFáni Portúgals Veltins Arena Fáni Þýskalands
Áhorfendur: 53.053
Dómari: Kim Milton Nielsen Fáni Danmerkur
Carlos Alberto Skorað eftir 39 mínútur 39'

Deco Skorað eftir 71 mínútur 71'

Dmitri Alenichev Skorað eftir 75 mínútur 75'