Úlfur
Útlit
(Endurbeint frá Úlfur (dýrategund))
Úlfur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Canis lupus Linnaeus, 1758 | ||||||||||||||
Heimkynni úlfa
|
Úlfur (fræðiheiti: Canis lupus) er spendýr af hundaættkvísl, náskyldur hundinum (Canis familiaris). Margir fræðimenn telja hunda og úlfa vera deilitegundir sömu dýrategundarinnar. Úlfar voru áður algengir um alla Norður-Ameríku, Evrasíu og Mið-Austurlönd en mikið hefur dregið úr stofnstærð vegna veiða og eyðingu náttúrulegra heimkynna af mannavöldum. Kvenkyns úlfur nefnist úlfynja, vargynja eða ylgur. [1]
Undirtegundir
[breyta | breyta frumkóða]Í eina tíð var talið að til væru allt að 70 undirtegundir úlfa. Undanfarna áratugi hafa líffræðingar þó komið sér saman um lista yfir undirtegundir úlfa, þar sem eru 15 núlifandi undirtegundir (að tömdum hundum og dingóum meðtöldum) og tvær útdauðar undirtegundir þar að auki.
Undirtegund | Tegundarheiti | Ástand stofns | Útbreiðsla (sjá kort) |
---|---|---|---|
Arabískur úlfur | Canis lupus Arabs | Í útrýmingarhættu, stofnstærð fer minnkandi | Ísrael, Saudi-Arabía, Yemen, Oman |
smávaxin undirtegund. Yfirleitt brúnir eða brúnblendnir með þunnan feld. Veiddur vegna meintrar skaðsemi en sjaldséður. | |||
Heimskautaúlfur | Canis lupus arctos | Stofnstærð stöðug | Norður-Kanada, Grænland |
Meðalstór. Næstum ávallt hvítur með þykkan feld. Veiðar löglegar en sjaldséður. | |||
Kaspíahafs-úlfur | Canis lupus cubanensis | Í útrýmingarhættu, stofnstærð fer minnkandi | Milli Kaspíahafs og Svartahafs |
Smávaxnir. Veiddir vegna meintrar skaðsemi. | |||
Dingó | Canis lupus dingo | Viðkvæmt | Ástralía & Suðaustur-Asía |
Veiddir vegna meintrar skaðsemi. | |||
Hundur | Canis lupus familiaris | Stöðugt | Öll heimshorn |
Breytileg stærð en almennt minni en villtir úlfarmeð 20% minni heila, viðkvæmara ónæmiskerfi og verra lyktarskyn. Haldinn sem gæludýr eða vinnudýr, en viltir hundar eru einnig til. Sumstaðar ræktaðir til ætis. | |||
Timburúlfur | Canis lupus lycaon | Í hættu | Suðaustur-Kanada, austurströnd Bandaríkjanna |
Stórvaxin undirtegund. Ýmis litaafbrigði. Fyrsta viðurkennda undirtegundin Í Norður-Ameríku. Veiðar löglegar sumstaðar í Kanada. | |||
Egypskur úlfur | Canis lupus lupaster | Í mikilli hættu, breytingar á stofnstærð óþekktar | Norður-Afríka |
Smávaxin undirtegund. Oftast gráir eða grá-brúnir. Mjög sjaldséðir. | |||
Evrasíu-úlfur | Canis lupus lupus | Stöðugt | Vestur-Evrópa, Skandinavía, Rússland, Kína, Mongólía, Himalaya-fjöll |
Meðalstór undirtegund. Venjulega grár eða gráblendinn feldur. Útbreiddust allra villtra undirtegunda úlfs. Algengasta undirtegundin í Evrópu og Asíu. Stofnstærð um 100.000 dýr. Veiðar löglegar sums staðar en verndaður annars staðar. | |||
Sléttuúlfur | Canis lupus nubilus | Stöðugt | Suðurhluti Klettafjalla, miðvesturríki Bandaríkjanna, Austur- og Norðaustur-Kanada, Suðvestur-Kanada og Suðaustur-Alaska |
Meðalstór undirtegund. Venjulega gráir, svartir eða rauðleitir. Algengasta undirtegundin í Bandaríkjunum. Veiðar löglegar sumstaðar í Kanada. | |||
Japanskur úlfur eða Hokkaido-úlfur | Canis lupus hattai | Útdauður | Hokkaido-eyja í Japan |
Smávaxin undirtegund. Dó út 1889 í kjölfar eitrunarherferðar. | |||
Japanskur úlfur eða Honshy-úlfur | Canis lupus hodophilax | Útdauður | Japönsku eyjarnar Honshu, Shikoku og Kyushu |
Mjög smávaxin undirtegund. Dó út árið 1905 vegna hundaæðis og atgöngu manna. | |||
Indverskur úlfur | Canis lupus pallipes | Í útrýmingarhættu, stofnstærð fer minnkandi | Ísrael, Íran, Afganistan, Pakistan, Indland |
Mjög smávaxin undirtegund. Venjulega brúnn, rauðbrúnn ljósbrúnn eða gulur með þykkan en stuttan feld. Veiddur vegna meintrar skaðsemi. | |||
Ítalskur úlfur | Canis lupus italicus | Í útrýmingarhættu | Ítalía |
Meðalstór undirtegund. Ýmis litaafbrigði. Halda sig á tiltölulega litlum svæðum. Verndaður. | |||
Mackenzie-Valley úlfur | Canis lupus occidentalis | Stöðugt | Alaska, norðurhluti Klettafjalla, Vestur- og Mið-Kanada |
Mjög stórvaxin undirtegund. Venjulega svartur eða grár og brúnn en ýmis litaafbrigði til. Undirtegundin hefur verið sleppt að nýju út í náttúruna í Yellowstone þjóðgarðinum og í Idaho frá 1995. Veiðar löglegar í Alaska og sumstaðar í Kanada. Verndaður í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. | |||
Mexíkóskur úlfur | Canis lupus baileyi | Í bráðri hætti | Mið-Mexíkó, Vestur-Texas, suðurhluti New Mexico og Arizona |
Smávaxin undirtegund. Venjulega brúnir, rauðbrúnir eða gulbrúnir. Sleppt að nýju út í náttúruna í Arizona frá 1998. Um 35-50 vilt dýr. Um 300 dýr í haldi. Verndaður. | |||
Rússneskur úlfur | Canis lupus communis | Stöðugt en stofnstærð fer hægt minnkandi | Mið-Rússland |
Mjög stórvaxin undirtegund. Veiðar eru löglegar. | |||
Freðamýrarúlfur | Canis lupus albus | Stöðugt | Norður-Rússland, Síbería |
Stórvaxin undirtegund. Venjulega hvítur eða grár á litin en ýmis litaafbrigði til. Veiðar eru löglegar. |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Úlfur.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Canis lupus.