Á móti sól
Útlit
Á móti Sól | |
---|---|
Uppruni | Hveragerði og Selfoss, Íslandi |
Ár | 1995 – í dag |
Stefnur | Popp |
Útgáfufyrirtæki | Samyrkjubúið |
Meðlimir | Guðmundur Magni Ásgeirsson Sævar Helgasson Heimir Eyvindarsson Þórir Gunnarsson Stefán Ingimar Þórhallsson |
Vefsíða | amotisol.is |
Á móti sól er íslensk hljómsveit, stofnuð haustið 1995. Hana skipa þeir Guðmundur Magni Ásgeirsson söngvari, Sævar Helgason gítarleikari, Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari, Þórir Gunnarsson bassaleikari og Stefán Ingimar Þórhallsson trommuleikari.
Þórir og Heimir eru þeir einu sem eftir eru af upprunalegum meðlimum. Stefán gekk til liðs við hljómsveitina vorið 1997, Sævar vorið 1998. Magni bættist í hópinn haustið 1999.