Forsetakosningar á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Forsetakosningar)

Forsetakjör á Íslandi fer alla jafna fram á fjögurra ára fresti. Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar yfir 18 ára aldri sem eiga lögheimili á Íslandi. Íslenskir ríkisborgarar sem búsettir eru erlendis halda kosningarétti sínum í 16 ár frá brottflutningi lögheimils frá Íslandi en að þeim tíma liðnum geta þeir sótt um að vera á kjörskrá en sú skráning gildir til fjögurra ára í senn.

Forsetakjör hefur farið fram í 22 skipti en í 11 skipti hefur sitjandi forseti ekki fengið mótframboð og því verið sjálfkjörinn án atkvæðagreiðslu. Í fjögur skipti hefur sitjandi forseti fengið mótframboð en ávallt borið sigur úr býtum.

Listi yfir forsetakjör[breyta | breyta frumkóða]

  • Forsetakosningar á Íslandi 1944 - Sveinn Björnsson var kosinn af Alþingi á Þingvöllum þann 17. júní 1944.
  • 1945 - Sjálfkjörinn (Ef Sveinn hefði fengið mótframboð hefðu þetta verið fyrstu almennu forsetakosningarnar á Íslandi)
  • 1949 - Sjálfkjörinn







Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Hagstofa Íslands
  • „Hversu oft er kosið um forseta?“. Vísindavefurinn.
  • Kosningasaga: Forsetakosningar