Alex Turner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alex Turner

Alexander David Turner (fæddur 6. janúar 1986) er enskur söngvari og lagahöfundur, meðlimur Arctic Monkeys og The Last Shadow Puppets.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Alex Turner fæddist þann 6. janúar 1986 og er einkabarn foreldra sinna, þeirra Penny og David Turner. Hann var alinn upp í High Green, úthverfi Sheffield, og eignaðist þar einhverja af sínum bestu vinum sem gengur síðar með honum í hljómsveitina Arctic Monkeys. Foreldrar Turners voru bæði kennarar; móðir hans kenndi þýsku en faðir hans var eðlisfræði- og tónmenntakennari. Hann æfði á píanó fram að átta ára aldri og ólst upp undir miklum áhrifum tónlistar. Mikið var spiluð tónlist eftir tónlistarmenn úr ýmsum áttum á heimili Turners, þar á meðal plötur eftir Frank Sinatra, The Beatles, Led Zeppelin, The Beach Boys, David Bowie, The Carpenters og The Eagles. Auk þess var faðir hans mikill áhugamaður um djass sem hafði verið meðlimur stórsveita og spilar á píanó, saxófón og klarinett.

Turner gekk í Stocksbridge High School (1997-2002) og var af kennurum talinn mjög viðkunnanlegur strákur, frekar lokaður og öðruvísi en bjó yfir útgeislun og gáfum sem myndu gagnast honum seinna meir. Fyrrverandi íþróttakennarinn hans segir hann hafa verið góður íþróttamaður en einstaklega góður í körfubolta. Turner orti ekki ljóð á þessum tíma en var hvattur til þess af enskukennaranum sínum, Steve Baker, sem kynnti hann fyrir ljóðlist John Cooper Clark. Síðar gekk Turner í Barnsley College (2002-2004) þar sem hann lærði ensku, sálfræði, fjölmiðlun og tónlistartækni. Eftir útskrift úr Barnsley College bað Turner foreldra sína um ársfrest á framhaldsnámi í von um að eitthvað rættist úr tónlistarferil hans. Á þessu ári starfaði hann sem barþjónn á bar að nafni The Boardwalk í heimabæ sínum, Sheffield. Áður en Arctic Monkeys tókst að næla sér í plötusamning var Turner að fylla út eyðublöð fyrir umsókn um háskóla í Manchester þegar hann vissi vel að honum var ætlað að gera eitthvað annað.

Arctic Monkeys[breyta | breyta frumkóða]

Alex Turner gekk í skólann Stocksbridge í Sheffield með Andy Nicholson og Matthew Helders, þeir, ásamt nágranna Alex Jamie Cook, stofnuðu Arctic Monkeys árið 2002.

Ástæðan fyrir því að í byrjun hafi Arctic Monkeys gefið fría geisladiska með tilraunum þeirra og svokölluðum „demo's“ er því að þegar Tuner vann á bar þá gerðist það oft að hljómsveitir komu til hans og buðu honum að kaupa geisladiska með þeim á 3 pund stykkið. Hann var svo pirraður á þessu að hann ákvað að gefa frekar diska þegar þeir voru að troða upp frekar en að selja þá bakatil.

Sagt er að ástæðan fyrir því að Turner byrjaði að læra á gítar er vegna hljómsveitarinnar sem hafði mikil áhrif á hann, Oasis. Hann hefur alltaf verið aðal textahöfundur Arctic Monkeys en þrátt fyrir það viðurkenndu þeir ekki strax að þeir myndu semja textana sjálfi og reyndu að fá aðra söngvara til að gera það fyrir sig. Turner segir sjálfur um textagerð sína:

„I'll think about something and I'll be writing, penning something down and I'll keep building on that. The best stuff comes when I’ve got a melody and a rhythm so I know how many syllables each line is going to have and then build it up from there, and make it a whole thing, and try and pay attention to every aspect.“

The Last Shadow Puppets[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitin var stofnuð í ágúst 2007 þegar Turner tók upp plötu með Miles Kane, útgefandinn var James Ford. Kane tilkynnti verkefnið þann 2. Ágúst 2007. Verkefnið inniheldur Turner og Kane í aðalsöng ásamt því að spila á gítar og bassa og Ford er á trommum. Tríóið kallar sig The Last Shadow Puppets og hafa gefið út diskinn "The Age of the Understatement" og var gefið út 21 Apríl 2008. Fjórði meðlimur hljómsveitarinnar, Zach Dawes, gekk til liðs við þá félagana og spilar á bassa. Önnur plata þeirra kom út árið 2016 og heitir Everything You've Come To Expect, en í kjölfar útgáfunnar fóru þeir á tónleikaferðalag um Evrópu og Norður-Ameríku.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Alex Turner (musician)“.