Stafrænn Hákon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Stafrænn Hákon er tónlistarverkefni Ólafs Josephssonar. Ólafur hefur frá árinu 1999 verið að bralla við heimatilbúnar upptökur. Snemma árs 2001 sauð Ólafur saman litla heimatilbúna plötu sem fékk nafnið „eignast jeppa“ og fór hún í sölu í hinni sálugu plötubúð Hljómalind. Ólafur hafði fljótt samband við góðvin sinn Samúel White sem áður hafði verið meðlimur ásamt Ólafi í bílskúrsbandinu Sullaveiki Bandormurinn og fékk hann með sér í lið til að leggja hönd á plóg. Úr varð samstarf sem enn lifir í dag og hefur Samúel lagt til 10 lög inná plötur Stafræns Hákons.

Hljómsveitin árin 2005-2006[breyta | breyta frumkóða]

Stafrænn Hákon hefur verin viðloðandi svokallaðann bræðing af sveimkenndu Lo-Fi, síðrokki, gítarsveimi og elektróník. Frá 1999 hefur Ólafur Josephsson, hugmyndasmiður Stafræns Hákons fengist við upptökur heimavið vopnaður verkfærum sem gera honum kleift að fást við tónsmíðar.

Seint á árinu 2005 var Stafrænn á fullu með að púsla saman sinni fimmtu afurð sem hefur fengið nafnið „Gummi“. Ólafur heldur í leiðangur uppá Sólheima í Grímsnesi þar sem hann hefur mælt sér mót við góðvin sinn Lárus Sigurðsson. Þeir hafa fengið til afnota kirkjuna þar til að taka upp hörpur og önnur órafmögnuð hljóðfæri sem þar eru til staðar. Enginn vísir eru af huldufólki eða draugum í nágrenninu, skýringin er einföld, slíkar skepnur eru ekki til. Fallegir tónar úr hörpum Lárusar hljóma ásamt kraumandi gítar vegg úr fyrsta kaflanum á laginu „Járn“ sem er upphafslag „Gumma“. Hið órafmagnaða hljóð sem vermir hljóm plötunnar kemur svo sannarlega í ljós þegar Birgir Hilmarsson forsprakki Ampop/Blindfold og góðvinur Stafræns sleppir höndinni af harmonium orgelinu í síðasta laginu á plötunni og labbar út úr stúdíóinu. Háppunktur lokalagsins „Veggur“ er án vafa þegar Birgir þenur raddböndinn yfir sveimandi gítarvegginn og þéttar trommurnar sem Daniel Lovegrove (AKA Dialect) slær af innlifun. Hægri hönd Stafræns Hákons, Samúel White hefur náð að framkalla sína fullkomnustu lagasmíðar með sínu óaðfinnanlega gítarplokki, og heyrist það vel í hinu tilfinningaríka lagi „Hausi“ er söngurinn hjá Minco Eggersman passar fullkomlega við gítarspil Samúels. Í laginu „PRofi“ þar sem Stafrænn Hákon er í samstarfi við dönsku drengina í Efterklang, má heyra hvernig elektrónikin bindur innihald plötunnar saman um leið og hún brýtur upp hljóðheim Stafræns Hákons. Þegar Ólafur er staddur í stúdíóinu hjá Daniel þar sem lokahnykkur plötunnar á sér stað, er Ólafur þess viss að hér er sérstök afurð á ferðinni, jafnvel sú albesta í gæðum sem Stafrænn hefur gert á sínum ferli. Ný vídd hefur færst yfir hljóðheim Stafræns með góðri hjálp frá meðspilurum og Daniel Lovegrove sem slær skinnin og hljóðblandar.

Árið 1999 þegar menntaskóla hljómsveitin „Sullaveiki Bandormurinn“ hætti störfum hélt einn meðlimur þess áfram ótrauður í kjallaranum sínum vopnaður fjögurra rása upptökutæki og gítar. Segulböndin fóru snemma að fjölga sér í skúffunni hjá Ólafi og enduðu nokkurra þessara laga á geisladisk sem Ólafur kom í sölu í hinni sálugu Hljómalind. „Eignast jeppa“ fyrsta afurðin fékk góðar viðtökur, sérstaklega þar sem hún var alunninn heimavið og gefin út af Ólafi sjálfum þar sem 5 hljóðfæri fengu að ráða ferðinni, gítar, bassi, melodica, trommuheili og segulbandssuð var fimmta hljóðfærið. Stemmningin var lágstemmd og sveimkennd með gítarlínum umlykktum mjög svo lo-fi hljómandi trommuheilanum. Í kjölfarið fylgdu 2 plötur, „í ástandi rjúpunnar“ og „skvettir edik á ref“ sem voru stórt stökk frá frumrauninni. Meiri áhersla var lögð á sveimkennda gítarveggi og var stemmningin ekki eins lágstemmd og fyrr. Seinna voru þessar 3 plötur endurútgefnar á erlendri grunndu af tveimur mismunandi útgáfufyrirtækjum. Resonant (www.resonantlabel.com) gáfu út síðustu tvær skífurnar og Secret Eye (www.secreteye.org) gáfu út frumrauninna. Árið 2003 var Ólafur á fullu við upptökur á sinni fjórðu plötu sem koma átti út á Resonant útgáfunni. Þegar platan „Ventill/Poki“ kom út í september 2004 var hún það metnaðarfyllsta sem Stafrænn Hákon hafði sent frá sér frá upphafi. Í kjölfarið fór Stafrænn Hákon og hljómsveit hans í 3 vikna reisu til Bretlandseyja við góðar móttökur á öllum stöðum. „Ventill/Poki“ var tímamótaverk fyrir Stafrænann þar sem í fyrsta skipti var farið í stúdíó og tekið upp með alvöru trommum sem virkilega þétti hljóðheim Stafræns til muna.

Seint á árinu 2006 var fimmta afurðinn „Gummi“ að veruleika og tónleikaferð í aðsigi í Bretlandi og jafnvel í Japan. Útgáfa á „Gumma“ er nú þegar ákveðinn í Asíu, meginlandi Evrópu og Bandaríkjunum. En á Norðulöndum fór platan í dreifinu hjá [12 Tónum].

Sjálfútgefið efni (CDR)[breyta | breyta frumkóða]

Útgefið efni (CD album)[breyta | breyta frumkóða]

Útgefið efni (EP)[breyta | breyta frumkóða]

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

 • Ólafur Josephsson
 • Árni Þór Árnason
 • Lárus Sigurðsson
 • Magnús Freyr Gíslason
 • Róbert Már Runólfsson

Fleira fólk hefur komið við sögu á plötum Stafræns Hákons:

 • Samúel White
 • Daniel Lovegrove
 • Birgir Hilmarsson
 • Minco Eggersman
 • Casper Clausen
 • Mads Brauer
 • Þröstur Sigurðsson
 • Þórður Hermannsson

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]