Latnesk málfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
„Latnesk málfræði“ getur líka átt við bók með sama nafni.

Greinir[breyta | breyta frumkóða]

Greinir er ekki til í latínu, hvorki ákveðinn né óákveðinn. Þar af leiðandi getur orðið „puella“ bæði þýtt „stúlka“ og „stúlkan“.

Reglan um staðsetningu sagna[breyta | breyta frumkóða]

Sagnir í latínu hafa tilhneigingu til að standa aftast ef að þær eru í persónuhætti, þ.a.s. þær eru aftastar ef að þær standa með einhverri persónu.

Dæmi: Ancilla semper laborat

Ambáttin vinnur alltaf

„Laborat“ er þá sögn í 3.p et. og þýðir að vinna eða orðrétt „hann/hún vinnur“.

Föll[breyta | breyta frumkóða]

Í latínu eru, ólíkt íslensku, sjö föll. Fjögur þeirra eru einnig til í íslensku en þau eru nefnifall, þolfall, þágufall og eignarfall. Latínan hefur öll þau föll að viðbættu ávarpsfalli og „ablativus“ eða sviptifalli sem er sérstakt latnesk fall og „locativus“ eða staðarfalli, sem er að mestu horfið úr málinu en er enn til í nokkrum orðum. Föllin í latínunni eru oftast í sérstakri röð sem að er svo:

  • Nominativus (nefnifall)
  • Vocativus (ávarpsfall)
  • Accusativus (þolfall)
  • Genetivus (eignarfall) (Ath. að í latínu kemur eignarfall á undan þágufalli)
  • Dativus (þágufall)
  • Ablativus (sviptifall)
  • Locativus (staðarfall)

Nominativus (nefnifall)[breyta | breyta frumkóða]

Nefnifallið í latínunni virkar nákvæmlega eins og nefnifallið í íslensku.

  • Puella discit. („Stúlkan lærir.“)

„Puella“ er þá orðið „stúlka“ í nefnifalli.

Vocativus (ávarpsfall)[breyta | breyta frumkóða]

Ávarpsfall er sérstakt fall og er ekki til í nútímaíslensku (þó orðið „jesús“ var eitt sinn beygt sem „jesú“ í ávarpsfalli, sjá nánar ávarpsfall í íslensku). Nafnið skýrir sig sjálft og er ávarpsfallið notað þegar er verið að ávarpa eða að tala við einhvern.

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

  • Þegiðu, Brutus!
    Tace, Brute!
  • Og þú Brutus!
    Et tu Brute

„Brute“ er þá nafnið „Brutus“ í ávarpsfalli.

Accusativus (þolfall)[breyta | breyta frumkóða]

Þolfallið í latínu er alveg eins og þolfall í íslensku. Margar forsetningar í latínu stýra þolfalli.

Dæmi: Stúlkan elskar sjómanninn

Puella nautam amat

„Nautam“ er þá orðið „sjómaður“ í þolfalli.

Genetivus (eignarfall)[breyta | breyta frumkóða]

Eignarfallið í latínu er alveg eins og eignarfallið í íslensku. Eini munurinn er sá að í beygingu sagna er eignarfalls-beygingin sögð á undan þágufalls-beygingunni.

Dæmi: Dóttir skáldsins er falleg

Puella poetae pulchra est

„Poeta“ er þá orðið „skáld“, og „poetae“ er þá orðið skáld í eignarfalli (eða „skáldsins“ eða „skálds“)

Dativus (þágufall)[breyta | breyta frumkóða]

Þágufall í latínu er alveg eins og þágufallið í íslensku.

Dæmi: Stúlkan gefur sjómanninum rýting

Puella nautae sicam donat

„Nautae“ er þá orðið „sjómaður“ í þágufalli.

Ablativus (sviptifall)[breyta | breyta frumkóða]

Ablativus eða sviptifall er sérstakt fall sem að er ekki til í íslensku, en fellur það oftast undir þágufall. Nokkrar forsetningar stýra sviptifallinu, forsetningar sem að myndu stýra þágufalli í íslensku. Sviptifall getur birst í ýmsum myndum en hér birtast bara þrjár myndir.

Ablativus instrumentalis (tækisfall)[breyta | breyta frumkóða]

Þessi gerð af ablativus táknar tækið sem eitthvað er gert með.

Dæmi: Sjómaðurinn særir skáldið með sverði

Nauta poëta gladio vulnerat

Þarna sést að latínan hefur sleppt orðinu „með“ og notað ablativus til að fylla það upp og að orðið „gladio“ er orðið „sverð“ í ablativus fallinu.

Ablativus temporis (tímafall)[breyta | breyta frumkóða]

Þessi ablativus táknar hvenær eitthvað er gert.

Dæmi: Ég lifi á slæmum tímum

Malis temporibus vivo

Þarna hefur orðunum „á“ og „tímum“ verið sleppt og í staðinn er orðið „temporibus“ sem þýðir „tímarnir“ og er í abl. flt.

Ablativus modi (háttarfall)[breyta | breyta frumkóða]

Þessi ablativus táknar háttinn, hvernig eitthvað er gert.

Dæmi: Forfeður okkar ræktuði akrana af kostgæfni

Maiores nostri agros industria colebant

Þarna hefur orðunum „af kostgæfni“ verið skipt út fyrir orðið „industria“ sem að þýðir „kostgæfni“ og er í abl. et. á latínu.

Nafnorð[breyta | breyta frumkóða]

Nafnorð í latínu eru í fimm beygingarflokkum.

1. flokkur[breyta | breyta frumkóða]

Orð í þessum flokki eru af A-stofni og enda þau alltaf á –a. Orð í þessum flokki eru yfirleitt í kvenkyni.

2. flokkur[breyta | breyta frumkóða]

Orð í þessum flokki eru af O-stofni. Ekki er ákveðin ending fyrir öll orðin í þessum flokki en yfirleitt enda þau á –us eða –er. Orð í þessum flokki eru yfirleitt karlkyns en einnig eru til hvorugkyns orð og enda þau á –um.

3. flokkur[breyta | breyta frumkóða]

Orð í þessum flokki eru af L-, R-, N-, S-, C-, G-, D-, T- eða I-stofni. Þó að svona margir stofnar séu í þessum flokki hafa þessi orð sömu beygingu. Orð í þessum flokki eru ýmist karlkyns, kvenkyns eða hvorugkyns.

4. flokkur[breyta | breyta frumkóða]

Orð í þessum flokki eru af U-stofni. Flest orð í þessum flokki eru karlkyns.

5. flokkur[breyta | breyta frumkóða]

Orð í þessum flokki eru af E-stofni. Afar fá orð eru í þessum flokki. Flest orð í þessum flokki eru kvenkyns.

Sagnorð[breyta | breyta frumkóða]

Í latínu eru fjórir flokkar sagnorða ásamt óreglulegum sagnorðum sem eru ekki í neinum flokki.

1. flokkur[breyta | breyta frumkóða]

Sagnir í þessum flokki eru af A-stofni. Allar sagnir í þessum flokki enda á –o. Dæmi um orð eru: Amo = ég elska, pugno = ég berst og laboro = ég vinn.

2. flokkur[breyta | breyta frumkóða]

Sagnir í þessum flokki eru af E-stofni. Allar sagnir í þessum flokki enda á –eo. Dæmi um orð eru: Moneo = ég áminni, video = ég sé og habeo = ég á.

3. flokkur[breyta | breyta frumkóða]

Sagnir í þessum flokki eru af samhljóða stofni. Þessar sagnir enda á –o alveg eins og sagnir í 1. flokki en stafurinn „i“ kemur í beyginguna í öðrum persónum. Dæmi um orð eru: Scribo = ég skrifa, lego = ég les og ludo = ég leik.

4. flokkur[breyta | breyta frumkóða]

Sagnir í þessum flokki eru af I-stofni. Allar sagnir í þessum flokki enda á –io. Dæmi um orð eru: Audio = ég heyri, munio = ég víggirði og custodio = ég gæti