ArcheAge

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

ArcheAge er fjölnotendanetspunaleikur eða MMORPG. Leikurinn er hannaður af kóreska leikjahönnuðinum Jake Song og fyrirtæki hans XL Games. Leikurinn kom út í Kóreu 15. janúar 2013 en í Evrópu og Norður-Ameríku 16. september 2014. ArcheAge er sambland af MMORPG sandkassaleik og skipulagðari leikvelli sem byggður er kringum þema.

Lýsing á leiknum[breyta | breyta frumkóða]

Archeage er einn óskiptur heimur með fyrstu eða þriðju persónu sýn.

Bardagi[breyta | breyta frumkóða]

Auk hefðbundinna bardaga þá eru sjóorustur í ArcheAge þannig að spilarar berjast að vernda verslunarleiðir eða hindra/taka þátt í strandhöggi. Í leiknum þarf að byggja skip og ferma þau af vopnum og mönnum og bardagar geta verið milli leikenda eða við sæskrímsli.

Hægt er að ráðast á skip annarra spilara. Spilarar byggja byggingar svo sem kastala sem vopn andstæðinga geta svo eytt. Undirstöður undir borgir fást með að reka niður fljótandi borgarsteina sem andstæðingar geta einnig reynt að komast yfir.

Vinnsla[breyta | breyta frumkóða]

Vinnslu- og handverkskerfið í ArcheAge er öflugt og hægt að búa til meðal annars tæki, mat, farartæki og húsgögn fyrir heimili í eigu spilara. Spilari getur gegnum handverk og vinnslu náð meiri færni og þá fengið fleiri möguleika til að vinna og búa til.

Hús[breyta | breyta frumkóða]

Spilarar geta byggt byggingar á sérstökum svæðum í leikheiminum á frjálsan hátt. Spilarar geta skreytt og innréttað þessar byggingar að utan og innan. Húsin geta verið litlir kofar en líka stór þriggja hæða hefðarsetur en þá þurfa þau meira rými fyrir undirstöður sínar. Spilarar verða að borga skatt af því landi sem þeir taka undir byggingar eða sæta því að húsin verða eyðilögð eða skemmd. Flest hús hafa svæði umhverfis til akuryrkju og búskapar.

Gildi spilara geta helgað sér land til að reisa kastala ef þeir hreinsa Archeum kristal sem er finnst á nyrðri álfu Auroria. Þessir kastalar taka að léni svæðið umhverfis og heimta skatta af byggingum sem þar eru byggðar. Foringi gildisins rukkar reglulega inn skatta. Kastalinn er sérstaklega ætlaður við að vernda Archeum kristalinn á ófriðartímum. Ef önnur gildi komast yfir Archeum kristal þá eignast þau hann og kastalann. Landeigendur geta aðeins þeir orðið sem eru með "Patron" og er sá valkostur ekki í boði fyrir þá sem spila ókeypis.

Akuryrkja og búskapur[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að hafa lokið verkefni snemma í þróun persónu þá næst hæfni til að setja niður garð með að nota fuglahræðuhönnun. Seinna þegar persónan þróast áfram er mögulegt að komast yfir stærri búgarð. Með því að nota þessa hönnun geta spilarar gert tilkall til landareita á sérstökum svæðum þar sem þeir geta valið að rækta alls konar jurtir eða halda búfé. Eingöngu eigendur búgarða og þeir sem eigendur veita leyfi til mega fara í búgarðinn og sjá um hann. Spilarar mega einnig gróðursetja jurtir eða tré eða reka fé á beit í óbyggðum opna heimsins en eiga þá á hættu að aðrir spilarar steli uppskerunni eða búfénu. Þannig gætu spilarar fengið glæpastig og hugsanlega þurft að mæta fyrir dómstóla.

Hver jurt eða dýr hefur ákveðinn tíma þangað til að uppskeru kemur og er vöxtur og afrakstur meiri ef veðurlagsbeltið er hagstætt viðkomandi tegund. Þegar jurtir hafa náð þroska og dýr vaxið upp er jurtir tíndar og dýrum slátrað til að rýma staðinn og safna grunnbirgðum. Það þarf að gefa búfé, sjá um heilbrigði og vökva jurtir og þetta verður að gera á réttum tíma svo allt sölni ekki og deyi. Sum dýr geta fjölgað sér. Búgarðar verða að borga skatta eins og byggingar til að halda eignarhaldi á lóðum sem þeir eru byggðir á. Skattbyrðin eykst með hverri eign sem bætist við. Ef skattar eru ekki borgaðir þá getur fuglahræðan orðið fyrir árásum og verið eyðilögð og aðrir spilarar gert tilkall í landið fyrir þá sjálfa.

Gæludýr[breyta | breyta frumkóða]

Í ArcheAge er hægt að kaupa ung gæludýraunga og ala þau upp og þjálfa sem bardagafélaga.

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Í ArcheAge er réttarkerfi þar sem spilarar sjá um dómstóla. Spilarar geta valið að dæma aðra spilara sem hafa framið glæpi eða morð. Það er lágmarks og hámarksrefsing sem ákveðin er af kviðdómi. Glæpaspilarar eru handsamaðir og geta borgað skuld sína með að vinna í fangelsi eða reyna ða flýja með að grafa sig út. Spilarar geta flúið úr fangelsi en geta ekki á þeim tíma sem þeir voru dæmdir notað nein réttindi.

Verkefni[breyta | breyta frumkóða]

Spilarar leysa verkefni og fá þá umbun í leiknum vegna aukinnar reynslu.

Færni[breyta | breyta frumkóða]

Í leiknum velur spilari þrjár grunnfærnigerðir af tíu mögulegum og getur þannig búið til eigin færniflokk. Þessum flokk má breyta hvenær sem er á sérstökum NPC en fyrir það þarf að borga í leikmynt og það getur orðið dýrt.

Verslunarleiðir[breyta | breyta frumkóða]

Kaupstaðarferðir eru góð leið til að safna peningum. Spilari safnar saman eða stundar akuryrkju og gengur með uppskeruna eða reiðir á hesti til kaupmannsins í næsta kaupstað. Þegar spilari býr eitthvað til (til dæmis jarðarber til að búa til jarðaberjasultu) er þessi vara sett á spilara og spilari getur ekki gengið á fullum hraða. Þetta þýðir að samgöngukerfi er mikilvægt til að flytja vörur. Því lengra sem kaupstaður er frá vinnslustöð eða handverksstöð því hærri umbun fær spilari. En ef spilari ferðast á einskis manns landi þá geta aðrir spilarar drepið hann og tekið varninginn sem hann flytur. Spilari getur lagt frá sér varninginn þegar hann ætlar að berjast og tekið hann aftur upp. Gæludýr með varning kemst líka hægar yfir en þau geta geymt varning í farartækjum sem spilarar búa til.

Ferðalög[breyta | breyta frumkóða]

Ferðamátar í ArcheAge eru meðal annars að ganga, klifra (í stigum, vafningsviði og tjám), synda, ferðast með bátum, sleðum, bílum og traktorum og það er líka hægt að flytja vörur með ákveðnum leiðum með loftskipum, leigubílum og fleiri farartækjum. Ferðast er um leikheiminn í þrívídd og það er hægt að synda og kafa. Köfun verður betri ef notaður er köfunarbúnaður. Það er hægt að rækta neðansjávar og finna fjársjóði þar. Sumir ferðamöguleikar gera kleift að fá ferð með öðrum svo sem í bát.

Rennireiðar[breyta | breyta frumkóða]

Sérstakur máti í samgöngum eru rennireiðar sem má betrumbæta og uppfæra. Eftir því sem leikur þróast fær spilari uppfærslu á rennireið og hún getur þá farið hraðar yfir. Sumar útgáfur af rennireiðum gera kleift að ráðast á hluti fyrir neðan þær eða gefa rennireið búst undir vængi svo spilari komist lengra.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Sagan er byggð á T ArcheAge annálum eftir kóreska rit höfundinn Jeon Min-hee. Sagan er um baráttu milli góðra og illra afla og hetur sem ætla að breyta framtíðinni í sína þágu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]