Borgarastríðið í El Salvador

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Borgarastríðið í El Salvador
Hluti af the Mið-Ameríkukreppunni og kalda stríðinu
Dagsetning9. maí 1979 – 16. janúar 1992
Staðsetning
Niðurstaða

Chapultepec-friðarsáttmálarnir 1992

  • Ríkisher El Salvador endurskipulagður
  • Herlögreglan lögð niður og borgaralegar lögreglusveitir stofnaðar í hennar stað; þjóðvarðliðið og fjárhirslulögreglan leyst upp.
  • Skæruliðasveitir FMLN leystar upp og FMLN verður löglegur stjórnmálaflokkur.
Stríðsaðilar

Fáni El Salvador Herforingjastjórn El Salvador

  • Dauðasveitir hersins
  • Erlendir málaliðar[1]

Stuðningsaðilar:

Fáni Bandaríkjana Bandaríkin[2]
Fáni Gvatemala Gvatemala
Fáni Síle Síle[3]
Fáni Argentínu Argentína (1979–1986)[4]
Fáni Ísraels Ísrael[5]
Fáni Tævans Taívan[6]

FMLN (CRM)

Stuðningsaðilar:
Fáni Kúbu Kúba[7][8]
Fáni Níkaragúa Níkaragva[9] (1979–1990)[10]
Leiðtogar
Fáni El Salvador Roberto D'Aubuisson
Fáni El Salvador Álvaro Magaña
Fáni El Salvador José Guillermo García
Fáni El Salvador José Napoleón Duarte
Fáni El Salvador Carlos Eugenio Vides Casanova
Fáni El Salvador Alfredo Cristiani
Schafik Handal
Joaquín Villalobos
Cayetano Carpio
Salvador Sánchez Cerén
Fjöldi hermanna
9.850[11]
(1980)
39.000[11] – 51.150[12]
(1985)
63,000[13][14] – 70.000[15]
55.000 fastahermen
15.000 sjálfboðahermenn
(1992)

12.000–15.000
(1984)[11]

6.000–15.000
(1985)[16]
(líklega 10.000)[12]
8,000–10,000
(1992)[17][18][19]
Mannfall og tjón
7.000 drepnir 20.000 drepnir[20]
70.000–80.000 drepnir (alls)
8.000 horfnir
550.000 hraktir á vergang innanlands
500.000 hraktir úr landi[15][21][22]

Borgararstríðið í El Salvador (9. maí 197916. janúar 1992) var borgarastríð á milli ríkisstjórnar El Salvador, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna studdi við bakið á bæði með fjárhagsaðstoð og hernaðarlega allt frá upphafi stríðsins, og svo hins vegar FMLN (Frente Farabundo Martí para la Liberación Nacional), sem voru vinstrisinnuð skæruliðasamtök. FMLN urðu til þegar fimm vinstrisinnaðir skæruliðahópar Fuerzas Populares de Liberación Farabundo Martí (FPL), Ejército Revolucionario del Pueblo (ERP), Resistencia Nacional (RN), Partido Comunista Salvadoreño (PCS), Partido Revolucionario de los Trabajadores Centroamericanos (PRTC) sameinuðust. Kveikjan að uppreisn þeirra var að ríkisstjórn hersins (Junta Revolucionaria de Gobierno) stóð ekki við loforð sitt um að bæta lífsskilyrði í landinu.

Ofbeldi og spenna á milli vinstri og hægrimanna var allt frá 1970, áður er borgarastríðið byrjaði opinberlega. Árið 1980 byrjaði ríkisstjórnin að losa sig við menn sem hana grunaði um að vera hlynntir félagslegum og efnahagslegum umbótum. Í flestum tilfellum voru þetta sjálfstæðir bændur eða embættismenn hjá háskólum.

FMLN fóru frá því að nota litlar skammbyssur yfir í betri og hættulegri vopn eins og handsprengjur og sprengjuvörpur, aðgerðir þeirra urðu líka úthugsaðri og betur skipulagðar eftir því sem leið á stríðið. Þeir vildu valda sem mestum skaða á efnahagskerfi landsins og þar með valda ríkisstjórninni vandræðum. Þetta gerðu þeir með því að sprengja brýr, klippa á rafmagnslínur og eyðileggja kaffi uppskeruna, en kaffi var lang mikilvægasta útflutnings vara El Salvador. FMLN rændi líka og drap stundum embættismenn ríkisins.

Um 75.000 dóu í stríðinu en af þeim voru flestir óbreyttir borgarar. Á meðan stríðið stóð yfir fordæmdu fréttamenn í Bandríkjunum það og börðust fyrir því að ríkisstjórn Bandaríkjanna hætti að aðstoða ríkisstjórnina í Salvador. Hvort sem það var rétt eða rangt að veita El Salvador aðstoð þá hefði stríðið án efa ekki staðið yfir í næstum þrettán ár án íhlutunar Bandaríkjanna. Stríðið í El Salvador en næst lengsta borgarastríðið í rómönsku Ameríku á eftir borgarastríðinu í Gvatemala.

José Napoleón Duarte Fuentes[breyta | breyta frumkóða]

José Napoleón Duarte Fuentes (23 nóvember, 1925 – 23 febrúar 1990) var stjórnmálamaður í El Salvador. Árið 1980 til 1982 leiddi José byltingarherstjórn sem tók völd í landinu árið 1979. Einnig var José borgarlegur forseti í El Salvador frá 1. júní 1984 til 1. júní 1989.

Roberto D'Aubuisson Arrieta[breyta | breyta frumkóða]

Roberto D'Aubuisson Arrieta (23. ágúst 1944 – 20. ágúst 1992) var ofursti í her El Salvador og pólitískur leiðtogi sem stofnaði flokkinn Þjóðlega lýðveldisbandalagið (ARENA), en hann stýrði honum frá 1980 til 1985. Roberto var þekkur sem „chele“ og var talinn stjórna hægrisinnaðri dauðasveit sem pyntaði og drap þúsundir borgara, bæði fyrir og í borgarastríðinu í El Salvador. 25 mars 1984 bauð Roberto sig fram sem forseta El Salvador. 2 maí árið 1984 tapaði hann kosningunum gegn José og flokki hans Kristilegum demókrötum. Roberto fékk 46,4% atkvæða en José 53,6% atkvæða. Roberto vildi meina að brögð hafi verið í tafli og Bandaríkin hefðu breytt útkomu kosninganna til þess að José, maðurinn sem þeir studdu, myndi verða forseti. Roberto þjáðist af háls krabbameini frá því apríl 1991. Roberto fór þá nokkrar ferðir til Bandaríkjanna til að gangast undir læknismeðferð, það fór þó ekki eins og til var ætlast og dó hann ári seinna 47 ára að aldri.

FMLN[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðfrelsisfylking Farabundi Martí (FMLN) er síðan 1992, vinstrisinnaður pólitískur flokkur í El Salvador sem áður var samband fimm skæruliðahópa. FMLN var stofnað 10 október, 1980 af vinstrisinnuðum skæruliðahópum sem vildu byltina ríkistjórnin í El Salvador. Skæruliðahóparnir voru Fuerzas Populares de Liberación Farabundo Martí, Ejército Revolucionario del Pueblo, Resistencia Nacional, Partido Comunista Salvadoreño og Partido Revolucionario de los Trabajadores Centroamericanos.

FMLN börðust við ríkistjórn El Salvadors í borgarstríðinu. Eftir að friðarsamningurinn á milli FMLN og ríkistjórn El Salvadors voru undirritaðir urðu FMLN að pólitískum flokki og var her samtakanna lagður niður. FMLN er núna einn af tveimur stærstu flokkunum í El Salvador.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Michael McClintock (1985). The American connection: state terror and popular resistance in El Salvador. London: Zed Books. bls. 388. ISBN 0862322405.
  2. El Salvador, In Depth, Negotiating a settlement to the conflict, Uppsala Conflict Data Program Conflict Encyclopedia, Uppsala, Sweden: Uppsala University, „US government increased the security support to prevent a similar thing to happen in El Salvador. This was, not least, demonstrated in the delivery of security aid to El Salvador“
  3. Peter Kornbluh (11. september 2003). The Pinochet File: A Declassified Dossier on Atrocity and Accountability. New York: The New Press. bls. 587. ISBN 1-56584-586-2. See The Pinochet File
  4. Armony, Ariel C. (1997). Argentina, the United States, and the Anti-communist Crusade in Central America, 1977-1984. Ohio University Center for International Studies. bls. 84–88. ISBN 0-89680-196-9.
  5. Hunter, Jane (1987). Israeli foreign policy: South Africa and Central America. Part II: Israel and Central America - Guatemala. bls. 111–137.
  6. Schirmer, 1996; pg 172
  7. "Inevitable Revolutions: The United States in Central America" By Walter Lafeber, 1993
  8. The Giant's Rival: The USSR and Latin America, Revised Edition, 1988. Page 143.
  9. The Kashmir Question: Retrospect and Prospect, 2013. Page 121.
  10. https://library.brown.edu/create/modernlatinamerica/wp-content/uploads/sites/42/2013/08/Special-Report-on-Communist-Interference-in-El-Salvador.pdf
  11. 11,0 11,1 11,2 Michael W. Doyle, Ian Johnstone & Robert Cameron Orr (1997). Keeping the Peace: Multidimensional UN Operations in Cambodia and El Salvador. Cambridge: Cambridge University Press, bls. 222. ISBN 978-0-521-58837-9.
  12. 12,0 12,1 María Eugenia Gallardo & José Roberto López (1986). Centroamérica. San José: IICA-FLACSO, bls. 249. ISBN 978-92-9039-110-4.
  13. „Dirección de Asuntos del Hemisferio Occidental: Información general-- El Salvador“. U.S. State Department. 18. nóvember 2004. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. mars 2014.
  14. Armed with M16, IMI Galil and G3 assault rifles. Uzi submachine guns. Heavy weapons including artillery and missiles of North American manufacturing and helicopters and fighter jets
  15. 15,0 15,1 Andrews Bounds (2001), South America, Central America and The Caribbean 2002, El Salvador: History (10a. útgáfa), London: Routledge, bls. 384, ISBN 978-1-85743-121-6
  16. Charles Hobday (1986). Communist and Marxist parties of the world. New York: Longman, pp. 323. ISBN 978-0-582-90264-0.
  17. "El Salvador 30 años del FMLN". El Economista. 13. október 2010.
  18. 2006 – Manuel Guedán – Carta del Director. Un Salvador violento celebra quince años de paz, article in Quorum. Journal of Latin American Thought, winter, number 016, University of Alcala, Madrid, Spain, bls. 6–11
  19. Armed with: Assault rifle AK-47 and M16, Machine guns RPK and PKM and handmade explosives.
  20. Irvine, Reed and Joseph C. Goulden. "U.S. left's 'big lie' about El Salvador deaths." Human Events (9/15/90): 787.
  21. Dictionary of Wars, by George Childs Kohn (Facts on File, 1999)
  22. Britannica, 15th edition, 1992 printing