Verðlaunasjóður Guðmundar P. Bjarnasonar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðmundur P. Bjarnason, sem kenndur er við bæinn Sýrupart á Akranesi, gaf í ársbyrjun 2000 um 35 milljónir króna til stofnunar sjóðs sem nota á til að verðlauna efnilega útskriftarnemendur í eðlis- og efnafræði við Háskóla Íslands.

Guðmundur P. Bjarnason fæddist 23. febrúar 1909 á Sýruparti og bjó þar lengstaf. Síðast bjó hann á Höfða, dvalarheimili aldraðra á Akranesi. Foreldrar hans voru Bjarni Jóhannesson útvegsbóndi á Sýruparti og kona hans Sólveig Freysteinsdóttir. Guðmundur átti þess ekki kost að stunda háskólanám en starfaði sem netagerðarmaður og fiskmatsmaður á Akranesi auk þess sem hann gerði út bátinn Bjarna Jóhannesson í félagi við bróður sinn. Hann var einn af stofnendum Knattspyrnufélagsins Kára árið 1922 og Taflfélags Akraness 1933. Guðmundur hefur einnig stofnað sjóði til stuðnings við efnilega nemendur úr Brekkubæjarskóla, Grundarskóla og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ennfremur gaf hann Byggðasafninu í Görðum Neðri Sýrupartinn 1989. Guðmundur lést 23. febrúar 2006.

Styrkþegar[breyta | breyta frumkóða]

2018: Bergþór Traustason (verkfræðileg eðlisfræði) og Sigríður Stefanía Hlynsdóttir (efnafræði)

2017: Pétur Rafn Bryde (eðlisfræði) og Sigtryggur Bjarki Sigtryggsson (efnafræði)

2016: Stefán Alexis Sigurðsson (eðlisfræði) og Anna Bergljót Gunnarsdóttir (efnafræði)

2013: Árni Johnsen (eðlisfræði), Guðmundur Kári Stefánsson (eðlisfræði), Eyjólfur Guðmundsson (eðlisfræði), Lilja Kristinsdóttir (efnafræði), Tinna Pálmadóttir (lífefnafræði) og María Lind Sigurðardóttir (lífefnafræði).

2012: Tómas Örn Rosdahl (eðlisfræði), Kristinn Kristinsson (eðlisfræði), Sveinbjörn Finnsson (eðlisfræði), Rikke Poulsen (lífefnafræði) og Sara Björk Sigurðardóttir (efnafræði).

2009-2011: Styrkjunum þessi ár var úthlutað samtímis. Styrkina hlutu: Þórey María Maríusdóttir (eðlisfræði 2009), Inga Rún Helgadóttir (eðlisfræði 2010), Katla Kristjánsdóttir (lífefnafræði 2010), Elvar Karl Bjarkason (eðlisfræð 2011), Kristín Björg Arnardóttir (eðlisfræði 2011) og Katrín Lilja Sigurðardóttir (efnafræði 2010).

2008: Ásgeir Birkisson (eðlisfræði), Hlynur Grétarsson (eðlisfræði), Jón Emil Guðmundsson (eðlisfræði), Líney Halla Kristinsdóttir (eðlisfræði), Pétur Gordon Hermannson (eðlisfræði) og Elvar Örn Jónsson (efnafræði).

2006 og 2007: Styrkjunum þessi ár var úthlutað samtímis. Styrkina hlutu: Ómar Valsson (eðlisfræði 2006), Elfa Ásdís Ólafsdóttir (lífefnafræði 2007), Sigurður Ægir Jónsson (eðlisfræði 2007) og Gunnar Sigurðsson (eðlisfræði 2007)

2005: Kristján Friðrik Alexandersson (efnafræði) og Sigurður Örn Stefánsson (eðlisfræði)

2004: Anna Valborg Guðmundsdóttir (lífefnafræði), Anna Guðný Sigurðardóttir (lífefnafræði), Guðrún Eiríksdóttir (lífefnafræði), Bergur Einarsson (jarðeðlisfræði) og Erling Jóhann Brynjólfsson (eðlisfræði)

2003: Jóel Karl Friðriksson (eðlisfræði) og Unnur Unnsteinsdóttir (lífefnafræði)

2002: Jens Hjörleifur Bárðarson (eðlisfræði)

2001: Árdís Elíasdóttir eðlisfræðingur og Soffía Sveinsdóttir efnafræðingur.

2000: Kristján Kristjánsson eðlisfræðingur, Kristín Ingvarsdóttir efnafræðingur, Andri Arnaldsson efnafræðingur og Snævar Sigurðsson efnafræðingur.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Verðlaunasjóður Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi (Tekið beint)“. Sótt 13. febrúar 2015.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.