Óttar M. Norðfjörð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Óttar M. Norðfjörð (f. 29. janúar 1980) er íslenskur rithöfundur og ljóðskáld.

Bækur Óttars hafa margar vakið mikið umtal og sumar selst vel. Ævisagan Hannes: nóttin er blá, mamma sat í margar vikur í efsta sæti metsölulista Eymundsson og varð jafnframt ein mest selda bók ársins 2006 [1]. Þá var skáldsagan Hnífur Abrahams 15. mest selda bókin á íslensku árið 2007 [2]. Bækur hans hafa verið þýddar á hollensku[3], þýsku[4], frönsku[5] og spænsku[6].

Óttar var tilnefndur til Blóðdropans, hinna íslensku glæpasagnaverðlauna árið 2012 fyrir skáldsöguna Lygarann[7]. Hann hlaut Tindabikkju Glæpafélags Vestfjarða árið 2013 fyrir Blóð hraustra manna[8].

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Óttar fæddist í Reykjavík og ólst upp í Norðurmýri. Hann er sonur arkitektanna og hjónanna Alenu Anderlovu og Sverris Norðfjörð. Sverrir lést árið 2008[9].

Eiginkona Óttars er Elo Vazquez. Þau hafa unnið saman að ýmsum verkefnum, sömdu t.d. saman teiknimyndir sem birtust í Reykjavík Grapevine 2009-2010 [10] og leikstýrðu tónlistarmyndbandi fyrir spænsku hljómsveitina I Am Dive árið 2013[11].

Óttar gekk í æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands, þar sem hann var m.a. hluti sveitar skólans á skólaskákmóti Reykjavíkur[12]. Þaðan fór Óttar í Menntaskólann við Hamrahlíð og útskrifaðist sem einingadúx af eðlisfræði- og náttúrufræðibraut vorið 2000[13].

Hann er með meistaragráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands.

Sumar bækur Óttars bera þess merki að hann stundaði myndlistarnám frá unga aldri[14], en árið 2004 hélt hann sýningu á málverkum sínum í Gallerí Tukt[15].

Stjórnmálaþátttaka og samfélagsmál[breyta | breyta frumkóða]

Óttar hefur skilgreint sig sem pólitískan ádeilulistamann. Sumarið 2013 vakti mikla athygli þegar hann birti mynd af sér á því sem kallað var „frægasti bekkur landsins“ með blað sem á stendur „þessi bekkur er óheppilegur“[16]. Vísaði hann þar til myndbands af umdeildri handtöku á Laugavegi, þar sem lögreglumaður greip í konu sem skall við það á bekk og þaðan í jörðina. Vöktu viðbrögð lögreglu talsverða reiði, en hún sagði aðferðirnar vera réttmætar þótt staðsetning bekkjarins hafi verið óheppileg. Lögreglumaðurinn var síðar dæmdur af héraðsdómi fyrir að fara offari við handtökuna[17].

Óttar skipaði 9. sæti á framboðslista Nýs afls í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum 2003.[18].

Óttar hefur verið virkur í starfi Torfusamtakanna. Veturinn 2007-2008 skipulagði hann mótmælafund[19] og herferð[20] til að verja hús við Laugaveg niðurrifi. Úr varð að Reykjavíkurborg keypti húsin sem um ræddi af verktökunum sem ætluðu að rífa þau[21] og hefur síðan látið gera þau upp.

Óttar var eitt þeirra skálda sem vöktu athygli fyrir vasklega framgöngu í búsáhaldabyltingunni[22].

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Óttar hefur gefið út ljóðabækur, teiknimyndasögur og klippiverk hjá Nýhil[23]. Fyrsta skáldsaga hans, Barnagælur, kom út hjá Máli og menningu árið 2005[24] og síðan þá hafa komið út Hnífur Abrahams (2007), Sólkross (2008), Paradísarborgin (2009), Áttablaðarósin (2010), Lygarinn (2011) og Una (2012) hjá Sögum útgáfu[25]. Blóð hraustra manna, sem Forlagið gaf út 2013, er sjálfstætt framhald spennumyndarinnar Borgríkis. Hún var samin samhliða handriti kvikmyndarinnar Borgríki 2: Blóð hraustra manna, sem var frumsýnd haustið 2014[26].

Ljóðabækur[breyta | breyta frumkóða]

  • Í Reykjavík (2002)
  • Grillveður í október (2004)
  • Sirkus (2005)
  • Gleði og glötun (2005)
  • A-Ö (2006)
  • Spegill sálarinnar, tár hugans (2009, tileinkuð Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni)

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

  • Barnagælur (2005)
  • Hnífur Abrahams (2007)
  • Sólkross (2008)
  • Paradísarborgin (2009)
  • Örvitinn eða hugsjónamaðurinn (2010)
  • Áttablaðarósin (2010)
  • Lygarinn: sönn saga (2011)
  • Una (2012)
  • Blóð hraustra manna (2013)

Æviþættir og sagnfræðirit[breyta | breyta frumkóða]

  • Hannes: nóttin er blá, mamma (2006)
  • Hólmsteinn: holaðu mig, dropi, holaðu mig (2007)
  • Íslam með afslætti (2008, ritstjóri ásamt Auði Jónsdóttur)
  • Gissursson: hver er orginal? (2008)
  • Snillingurinn: ævisaga Hannesar Hólmsteinars (2009)
  • Arkitektinn með alpahúfuna: ævisaga Sverris Norðfjörð (2009)
  • Teflt fyrir augað: 12 bestu skákir Sverris Norðfjörð (2010)
  • Íslenskir kapítalistar 1918-1998 (2011)
  • Jóhannesarguðspjall (2014)

Teiknimyndasögur[breyta | breyta frumkóða]

  • Jón Ásgeir og afmælisveislan (2007)
  • Tíu litlir bankastrákar (2008)

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Nýhil gefur mæðrum bókargróða“, Morgunblaðið, 10. maí 2007
  2. Metsölulisti, 24 stundir, 4. janúar 2008, s. 16.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. september 2011. Sótt 4. september 2011.
  4. http://www.aufbau-verlag.de/index.php/autoren/ottar-martin-norofjoro-a01
  5. „Frakkar gefa út Sólkross og vilja kvikmynda bókina“, Fréttablaðið, 28. ágúst 2012
  6. http://www.duomoediciones.com/autor/58/ottar-martin-nordfjord/[óvirkur tengill]
  7. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. nóvember 2016. Sótt 29. desember 2012.
  8. „Blóð hraustra manna hlaut Tindabikkjuna“, bb.is, 3. febrúar 2014
  9. Sverrir Norðfjörð: minning. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1225091/
  10. Höfundarsíða Óttars hjá Reykjavík Grapevine
  11. „Myndband Óttars Norðfjörð spilað á MTV“, Vísir, 12. febrúar 2013
  12. „Karpov, Kamsky og Adams jafnir“, Morgunblaðið, 6. maí 1995, s. 40.
  13. „158 brautskráðir frá MH“, Morgunblaðið, 30. maí 2000, s. 13.
  14. „Læra mest á því að skoða“, Morgunblaðið, 22. nóvember 1987, s. 56.
  15. „Listopnanir“, Fréttablaðið, 31. janúar 2004, s. 43.
  16. „Þessi bekkur er óheppilegur“, Vísir, 11. júlí 2013.
  17. „Dæmdur fyrir harkalegu handtökuna“, Vísir, 6. desember 2013
  18. „Auglýsing landskjörstjórnar“, Fréttablaðið, 30. apríl 2003.
  19. „Húsavinir blása til sóknar“, Morgunblaðið, 19. desember 2007, s. 2.
  20. „Lítil viðbrögð til varnar niðurrifi húsa“, Morgunblaðið, 18. janúar 2008, s. 10.
  21. „Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6“, mbl.is, 25. janúar 2008.
  22. „Skáld í fremstu röð“, Fréttablaðið, 24. janúar 2009, s. 52.
  23. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. mars 2012. Sótt 30. október 2010.
  24. http://www.forlagid.is/?p=6084
  25. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. desember 2011. Sótt 30. október 2010.
  26. Fréttablaðið, 20. júní 2012: Samdi nýja skáldsögu sem er framhald Borgríkis

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]