Notandaspjall:Slammi

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Velkomin(n) á íslensku Wikipediu!

Takk fyrir að skrá þig á frjálsa alfræðiritið. Við erum afar þakklát fyrir framlag þitt til þessa samvinnuverkefnis. Meginreglurnar eru einungis þrjár og þær eru afar einfaldar: á Wikipediu eru engar frumrannsóknir, allt er skrifað frá hlutlausu sjónarmiði og það þarf að vera hægt að staðfesta upplýsingar í öðrum heimildum.

  • Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna og nýliðanámskeiðið, þá er þetta tilvalinn tími!
  • Leiðbeiningar um hvernig er best að byrja nýja síðu eru gagnlegar fyrir byrjendur. Einnig eru gagnlegar ábendingar á síðunni Að skrifa betri greinar.
  • Hafðu engar áhyggjur af tæknilegum atriðum, því það er til svindlsíða.
  • Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Þar eru einnig gagnlegir tenglar á síður með frekari leiðbeiningum.
  • Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga og samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt fróðlegt um aðra notendur og margt fleira sniðugt.
  • Einnig er hjálpin ómissandi ef þú vilt fræðast nánar um Wikipediu.

Ég vona að þú njótir þín vel hér á íslensku Wikipediunni. Hikaðu ekki við að hafa samband við mig á spjallsíðu minni ef þú hefur einhverjar spurningar. Gangi þér vel!

--Cessator 26. desember 2008 kl. 22:40 (UTC)[svara]

Don't speak Icelandic? Post {{#babel:is-0}} on your user page or add more languages into your babel box.

Sæll. Þegar þú vilt flytja grein á nýjan stað er betra að afrita ekki textann og vista hann annars staðar heldur smella á „færa“ flipann; þá flyst nefnilega breytingasaga greinarinna með. --Cessator 1. nóvember 2009 kl. 18:42 (UTC)[svara]

Allar þær breytingar sem þig klæjar að gera um Íslam þarftu að rökstyðja áður en þú framkvæmir þær. Ef þú gerir það ekki mun ég banna þig sem notanda, og ef með þarf læsa síðunni um Íslam algjörlega. Ástæða þessa er að þú lætur endurtekið inn efni sem brýtur hlutleysisreglu WP. T.a.m. kýstu að kalla Múhameð "stríðsherra", en að sama skapi má þá kalla krist fábjána (því hann fórnaði sér fyrir syndir mannana, hvílík heimska) en slíka sleggjudóma leyfum við okkur ekki nema hér á spjallinu. Þú hefur einnig endurtekið látið inn tengla á síður sem eru augljóslega áróðurssíður og ala á fordóma gagnvart Íslam. Ég er trúlaus sjálfur og veit að Íslam er firra en það breytir ekki hlutverki WP sem hefur ekkert með (and)trúboð að gera. --Jabbi 23. nóvember 2009 kl. 00:16 (UTC)[svara]

Lausn á vandamáli, II hluti[breyta frumkóða]

Sæll Slammi. Ég vil taka það skýrt fram að það sem ég átti við með því að ég tæki skrifum þínum um íslam persónulega er að ég tel að þrátt fyrir að auðvelt sé að finna Íslam ýmislegt til foráttu sé sýn Vesturlandabúa á heildina litið lituð af fáfræði og fordómum og skrif þín séu skínandi dæmi um slíkt. Það að þessar upplýsingar séu á WP gerir það að verkum að bróðurhluti þeirra sem les það gerir það ógagnrýnið og þ.a.l. fær mjög bjagaða mynd af íslam. Þetta verður svo aftur til þess að auka togstreituna milli „austurs og vestur” (a la en:The Clash of Civilizations) og þá hef ég fært rök fyrir því hvernig skrif þín draga úr öryggi mínu.

Ekkert er með öllu illt. Ég saka þig ekki vísvitandi um að bera óhróður um íslam - og vissulega á sum gagnrýni rétt á sér. En þar sem umfjöllun þín var orðin mjög viðamikil (100 kb <) og þú hefur það forskot á okkur möppudýrin hér að hafa stúderað íslam í 20 ár < legg ég til að þú skoðir síðustu útgáfu fyrir breytingar mínar og takir það sem þú getur stutt með áreiðanlegum heimildum og setjir það inn að nýju. Þetta þarftu samt að gera í skrefum. T.d. málsgrein á dag eða svo. Er þetta ekki skref í rétta átt?? Kv, --Jabbi 12. desember 2009 kl. 08:37 (UTC)[svara]