Grókólfur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 8. mars 2013 kl. 16:25 eftir Addbot (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. mars 2013 kl. 16:25 eftir Addbot (spjall | framlög) (Bot: Flyt 20 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q768312)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Skýringarmynd; rauður: grókylfur; grænn: gró; blár: sveppþræðir.

Kólfur (latína: basidium) er örsmátt líffæri á gróbeði svepps. Kólfur er eitt af því sem einkennir kólfsveppi og er hann fruman þar sem rýriskiptingin á sér stað. Kólfurinn ber venjulega fjögur gró, hvert á sínum tindi, þótt þau geti líka verið tvö eða jafnvel átta. Kólfurinn er venjulega ein fruma en einnig koma fyrir tveggja eða fjögurra fruma kylfur, t.d. hjá ryðsveppum.