Zhou Guanyu
Zhou Guanyu | |
---|---|
周冠宇 | |
![]() Zhou árið 2022 | |
Fæddur | 30. maí 1999 |
Þjóðerni | ![]() |
Störf | Akstursíþróttamaður |
Zhou Guanyu (Kínversku: 周冠宇, fæddur 30. maí 1999) er kínverskur ökuþór og varaökumaður Ferrari í Formúlu 1. Zhou keppti í Formúlu 1 á árunum 2022 til 2024 og er eini kínverski ökumaður sem hefur keppt í Formúlu 1.
Zhou var í Ferrari ökumanns akademíunni á árunum 2014 til 2018 og síðan Alpine akademíunni (áður Renault Sport Akademían) frá 2019 til 2021 og var prufu ökumaður fyrir Alpine árið 2020 og 2021. Zhou skrifaði undir hjá Alfa Romeo fyrir 2022 tímabilið og varð þá liðsfélagi Valtteri Bottas,[1] hann hélt sæti sínu hjá Alfa Romeo árið 2023. Árið 2024 varð Alfa Romeo að Sauber og keyrði Zhou áfram fyrir liðið.[2] Hann fékk ekki samning fyrir 2025 tímabilið og varð þá varaökumaður fyrir Ferrari.[3] Á þremur tímabilum náði Zhou tveimur hröðustu hringjum og 16 stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Lawrence Barretto (16. nóvember 2021). „ANALYSIS: Why Alfa Romeo went for Zhou, how the deal came together – and who else was in contention for the seat“. formula1.com. Sótt 5. maí 2025.
- ↑ „Sauber's new team name unveiled after departure of Alfa Romeo as title sponsor“. formula1.com. 15. desember 2023. Sótt 5. maí 2025.
- ↑ „Zhou returns to Ferrari as reserve driver for 2025 season after Kick Sauber exit“. formula1.com. 5. febrúar 2025. Sótt 5. maí 2025.