Zúismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Merki Zúista.

Zúismi eða Zuism er íslenskt trúfélag og er vettvangur fyrir fólk til að iðka trú sem byggir á trúarbrögðum hinnar fornu þjóðar Súmera. Félag zúista var stofnað árið 2013 en árið 2015 tók nýr hópur yfir félagið þar sem stóð til að leggja það niður. Félagar eru tæplega 1500 (2019) en þeim hefur fækkað talsvert.

Höfuðmarkmið zúista er að hið opinbera felli úr gildi öll lög sem veita trú- og lífsskoðunarfélögum forréttindi eða fjárstyrki umfram umfram önnur félög. Zúistar endurgreiða félagsmönnum aðildargjaldið. Félagið verður lagt niður um leið og markmiðum þess hefur verið náð. Liðlega þrjú þúsund manns gengu i trúfélagið Zuism á síðasta fjórðungi ársins 2015. Hátt í ellefu hundruð nýrra félaga komu frá Þjóðkirkjunni. [1]

Óvissa er með framtíð félagsins en stjórnarformenn hafa hætt, félagið getur ekki sýnt fram á starfsemi, hefur ekki skilað ársskýrslu og forsvarsmaður þess, Einar Ágústsson, hefur verið dæmdir fyrir fjársvik. [2]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Yfir þúsund úr þjóðkirkjunni í Zúistafélagið Rúv. Skoðað 19. mars, 2016.
  2. Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Vísir, skoðað 12. febrúar.