Ytri-Kot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ytri-Kot er eyðibýli í Norðurárdal í Skagafirði. Til forna hét bærinn Þorbrandsstaðir og er talinn hafa verið landnámsjörð Þorbrandar örreks.

Þorbrandur landnámsmaður er sagður hafa verið afar gestrisinn og látið gera eldhús svo mikið að allir þeir menn sem þar fóru um skyldu bera klyfjar í gegn og fá mat ef þeir vildu. Ytri-Kot og Fremri-Kot voru líka löngum viðkomustaður ferðamanna og á Ytri-Kotum var var rekin bensínsala fyrir ferðalanga um 1940.

Árið 1954 féllu miklar skriður í dalnum í kjölfar stórrigninga og urðu miklar skemmdir á túninu á Ytri-Kotum en húsin sluppu. Jörðin var þá farin í eyði fyrir tveimur árum og því ekkert fólk þar en farþegar í tveimur bílum sem voru á ferð um dalinn sluppu við illan leik. Enn meiri skemmdir urðu á Fremri-Kotum. Ytri-Kot eru nú í eigu bænda á Fremri-Kotum og nytjuð þaðan.