Ytra-Holt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ytraholt)

Ytra-Holt í Svarfaðardal var bújörð í vestanverðum dalnum um 2 km framan við Dalvík. Bæjarins er getið strax í Svarfdæla sögu og þar var búið fram á 9. áratug tuttugustu aldar er hefðbundinn búskapur lagðist af. Síðustu ábúendur voru bræðurnir Garðar og Valtýr Jóhannessynir. Þeir þóttu sérlundaðir nokkuð og búskaparlag þeirra sérstakt. Enn eru sagðar sögur af þeim í Svarfaðardal. Dalvíkurhreppur keypti jörðina af þeim bræðrum og nú er hún í eigu Dalvíkurbyggðar. Um tíma var rekið mikið loðdýrabú á landareigninni. Reksturinn gekk vel til að byrja með en lenti síðan í þroti. Þá keypti Hestamannafélagið Hringur húsin til hagsbóta fyrir félagsmenn sína. Þar heitir nú Hringsholt.