Ytragarðshorn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ytragarðshorn í Svarfaðardal er í miðjum dal vestan Svarfaðardalsár um 8 km frá Dalvík. Þar var lengi stundaður blandaður búskapur og loðdýrarækt. Nú er þar helsti golfvöllur byggðarlagsins, Arnarholtsvöllur. Á Arnarholti var forn kumlateigur sem grafinn var upp og rannsakaður um miðja 20. öld. Þar er talið að margir af frumbyggjum Svarfaðardals hafi verið heygðir. Á holtinu er minnismerki um landnámsmenn dalsins. Landnámsjörðin Grund er næsti bær utan við Garðshorn. Ytragarðshorn var til forna nefnt Grundargarðshorn og hefur líklega upphaflega byggst út úr landi Grundar. Hjalti Haraldsson (1917-2002) bjó í Ytragarðshorni. Hann var hagyrðingur og skáld gott og lengi oddviti Svarfaðardalshrepps. Einnig sat hann á Alþingi úm hríð.