Fara í innihald

Tölt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Yfirferðartölt)
Hestur á tölti

Tölt er fjórtakta gangtegund sem lýsir sér þannig að alltaf er einn fótur sem nemur við jörðina með jöfnu millibili sem leiðir til þess að engin „högg“ eru á ganginum. Knapinn situr rólegur í hnakknum og „líður“ hreinlega áfram. Töltið er sviflaus gangtegund því hestur á tölti hefur til skiptis einn fót eða tvo fætur á jörðu í einu. Þegar að tölt er riðið mjög hægt geta þrír fætur verið á jörðu í einu (þrístuðningur á tölti). Töltið getur verið þó nokkuð hraðskreitt og kallast þá yfirferðartölt.[1][2][3]

Afbrigði tölts (tölt skiptist í þrennt)

[breyta | breyta frumkóða]
  • brokktölt er þegar hesturinn spyrnir vinstra afturfæti, þá hægra framfæti, þá hægra afturfæti og síðan vinstra framfæti.
  • hreinatölt (fetgangstölt) er sömu spor og við fetgang, en hraðari („hlaup-fetgangur), hesturinn spyrnir vinstra afturfæti, þá vinstra framfæti, þá hægra afturfæti og loks hægra framfæti.
  • skeiðtölt er þegar hesturinn spyrnir vinstra afturfæti, svífur svo, þá hægra afturfæti, síðan hægra framfæti og svífur.
  1. „Tölt á sér nokkur afbrigði“. 24 Stundir. 19. ágúst 2008. bls. 30. Sótt 12. október 2023 – gegnum Tímarit.is.
  2. „Um tölt - "þó ljótt sé...". Alþýðublaðið. 22. júlí 1988. bls. 13. Sótt 11. október 2023 – gegnum Tímarit.is.
  3. Stefán Ásgrímsson (31. ágúst 1989). „Munu blendingar ógna íslenska hestinum?“. Tíminn. bls. 10–11. Sótt 12. október 2023 – gegnum Tímarit.is.
  Þessi landbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.