Tölt
Útlit
(Endurbeint frá Yfirferðartölt)
Tölt er fjórtakta gangtegund sem lýsir sér þannig að alltaf er einn fótur sem nemur við jörðina með jöfnu millibili sem leiðir til þess að engin „högg“ eru á ganginum. Knapinn situr rólegur í hnakknum og „líður“ hreinlega áfram. Töltið er sviflaus gangtegund því hestur á tölti hefur til skiptis einn fót eða tvo fætur á jörðu í einu. Þegar að tölt er riðið mjög hægt geta þrír fætur verið á jörðu í einu (þrístuðningur á tölti). Töltið getur verið þó nokkuð hraðskreitt og kallast þá yfirferðartölt.[1][2][3]
Afbrigði tölts (tölt skiptist í þrennt)
[breyta | breyta frumkóða]- brokktölt er þegar hesturinn spyrnir vinstra afturfæti, þá hægra framfæti, þá hægra afturfæti og síðan vinstra framfæti.
- hreinatölt (fetgangstölt) er sömu spor og við fetgang, en hraðari („hlaup-fetgangur), hesturinn spyrnir vinstra afturfæti, þá vinstra framfæti, þá hægra afturfæti og loks hægra framfæti.
- skeiðtölt er þegar hesturinn spyrnir vinstra afturfæti, svífur svo, þá hægra afturfæti, síðan hægra framfæti og svífur.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Tölt á sér nokkur afbrigði“. 24 Stundir. 19. ágúst 2008. bls. 30. Sótt 12. október 2023 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Um tölt - "þó ljótt sé..."“. Alþýðublaðið. 22. júlí 1988. bls. 13. Sótt 11. október 2023 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Stefán Ásgrímsson (31. ágúst 1989). „Munu blendingar ógna íslenska hestinum?“. Tíminn. bls. 10–11. Sótt 12. október 2023 – gegnum Tímarit.is.