Fara í innihald

Xian Xianyang-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd sem sýnir móttöku farþega á Xian Xianyang alþjóðaflugvellinum við Xian borg, Shaanxi héraði í Kína.
Xian Xianyang alþjóðaflugvöllurinn við Xian borg, Shaanxi, Kína.
Mynd sem sýnir brottfararmiðstöð Xian Xianyang alþjóðaflugvallarins við Xian borg, Shaanxi héraðs í Kína.
Ein af brottfararmiðstöðvum Xian Xianyang alþjóðaflugvallarins.

Alþjóðaflugvöllur Xian Xianyang (IATA: XIY, ICAO: ZLXY) (kínverska: 西安咸阳国际机场; rómönskun: Xī'ān xiányáng guójì jīchǎng) er meginflughöfn Xian höfuðborgar Shaanxi í héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína.

Flugvöllurinn er staðsettur um 25 kílómetra norðvestur af miðborg Xian og 13 kílómetra norðaustur af miðborg Xianyang, sem gefur flugvellinum nafn sitt.

Hann þjónar Xian borg, Shaanxi héraði, auk öllu Guanzhong svæðinu. Hann nær yfir 5 ferkílómetra svæði og er stærsti flugvöllur í Norðvestur-Kína og næststærsti flugvöllur í Norður-Kína.

Flugvöllurinn er tengdur við miðborg Xian með snarlestum. Strætisvagnar tengja einnig flughöfnina við Xian og Xianyang borg. Reglubundnar ferðir almannavagna eru í boði til margra nágrannaborga.

Tvær flugstöðvar voru byggðar á árunum 1991-2003. Þriðja flugstöðin var opnuð 2012. Þá var önnur flugbraut tekin í notkun sem er 3.800 metrar að lengd og er nægilega stór til að takast á við Airbus A380.

Xian Xianyang flugvöllurinn er safnvöllur flugfélaganna China Eastern Airlines, Okay Airways, Tianjin Airlines, Hainan Airlines, Sichuan Airlines, Shenzhen Airlines, sem og heimaflugfélaganna Joy Air og Air Chang'an. - Alls starfa 57 flugfélag á vellinum.

Flestir áfangastaðir eru innan Kína, en einnig eru flug frá Xian til Helsinki, Tókýó, Torontó, Bangkok, Singapúr, Brussel, Dúbaí, Moskvu og fleiri staða.

Árið 2018 var flugvöllurinn með um 44.6 milljónir farþega. Það gerir hann að fjölfarnasta flugvellinum í norðvestur Kína. Flugvöllurinn var þá 14. fjölfarnasti flugvöllur Kína hvað varðar farmumferð.