Fara í innihald

Xia-veldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jue-kanna frá Erlitou.

Xia-veldið (kínverska: 夏朝 Xià cháo) var í hefðbundinni kínverskri sagnaritun fyrsta kínverska keisaraveldið. Það var stofnað af Yu mikla þegar Shun keisari, síðastur keisaranna fimm, færði honum hásætið.[1] Shia-veldið stóð frá um 2070 f.o.t. til um 1600 f.o.t. þegar Shang-veldið tók við.

Engar samtímaheimildir eru til um Xia-veldið þar sem elstu dæmin um kínverskt letur á spádómsbeinum eru frá um 1300 f.o.t. Það er fyrst nefnt í elstu köflum Skjalabókarinnar með ræðum frá Vestur-Zhou. Ræðurnar réttlæta sigur Zhou á Shang með því að umboð himnanna hafi skipt um hendur og líkja því við sigur Shang á Xia. Sumir sagnfræðingar telja að Zhou hafi búið söguna um Xia til til að réttlæta völd sín, en aðrir hafa tengt Xia við Erlitou-menninguna, bronsaldarmenningu sem stóð við Gulá um 1900 til 1500 f.o.t.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Mungello, David Emil (2009). The great encounter of China and the West, 1500-1800. Critical issues in history (3. útgáfa). Lanham, MD: Rowman & Littlefield. bls. 97. ISBN 978-0-7425-5798-7. OCLC 317504474.
  2. Liu, Li; Xu, Hong (2007). „Rethinking Erlitou: legend, history and Chinese archaeology“. Antiquity: 886–901. doi:10.1017/S0003598X00095983. hdl:1959.9/58390. S2CID 162644060.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.