Winslow Homer
Útlit
Winslow Homer (24. febrúar 1836 – 29. september 1910) var bandarískur landslagsmálari og prentgerðarmaður. Hann er þekktastur fyrir verk sín sem tengjast hafi og sjómennsku. Homer dvaldi í tvö ár (1881 – 1882) í fiskiþorpinu Cullercoats, Tyne and Wear á norðausturströnd Englands. Myndir hans þaðan eru af verkafólki úr þorpinu sjómönnum og fiskverkakonum.