Wine Country

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Wine Country er auknefni á svæði norðan við San Francisco í Norður-Kaliforníu, Bandaríkjunum. Svæðið er heimsþekkt fyrir vínrækt sína, sem hófst 1838. Í Wine Country eru um 200 vínbú, flest í staðsett í dölum svæðisins, Napa Valley og Russian River Valley.

Helstu þéttbýliskjarnar svæðisins eru Santa Rosa (þar sem mynd Hitchcocks Shadow of a Doubt á að gerast), Napa, Calistoga, Geyserville, Bodega Bay, Healdsburg, Fort Ross og Ukiah.

Wine Country er yfirleitt talið liggja innan Napa, Sonoma og Mendocino sýslnanna, en vínviður er ræktaður mun norðar.