William Petty

William Petty (26.maí 1623 - 16.desember 1687) var enskur hagfræðingur, vísindamaður og heimspekingur. Petty var meðlimur í konunglega breska vísindafélaginu. Petty var atkvæðamikill í stjórnmálum í valdatíð Oliver Cromwell, Karls II, og Jakobs II.
Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]
Lífsferill Petty var mjög skrautlegur. Hann ólst upp í Romsey á Englandi en þar ráku faðir hans og afi vefnaðarvöruviðskipti, en hljópst 13 ára gamall að heiman. Eftir ár á sjó endaði hann í Jesúítaskóla í Caen í Frakklandi, þar sem hann vakti athygli fyrir gáfur sínar og fróðleiksfýsn. Að námi loknu snéri Petty til Englands og eyddi næstu árum við ýmis störf. Hann var á sjó, starfaði sem augnlæknir í Hollandi, og sem einkaritari Thomas Hobbes í París þar sem hann var virkur þátttakandi í sæmræðum helstu hugsuða álfunnar.
Petty var skipaður prófessor í læknisfræði við Oxford árið 1650, en fylgdi her Cromwell til Írlands árið 1652 og var árið 1654 settur yfir landmælingar og manntal sem lágu til grundvallar stórfelldu landnámi Englendinga á írsku landi. Petty auðgaðist gríðarlega á Írlandi og var sakaður um ýmsa spillingu, en þær öftruðu ekki frama hans. Petty var aðlaður árið 1661.[1]
Framlög til hagfræði[breyta | breyta frumkóða]
Petty er talinn einn fremsti hagfræðingur Englands á 17. öld. Hann er þekktastur sem frumkvöðull í gerð hagtalna og þjóðhagsreikninga sem hann nefndi „political arithmetic“. Hann taldi að hægt væri að beita hinni vísindalegu aðferð við greiningu efnahagslegr viðfangsefna. Taldi Petty að til efnahagsleg- og lýðfræðilega tölfræði væri forsend giftusællar hagstjórnar. Aðferðafræði Petty við hagtölugerð var engu að síður mjög frumstæð, enda áræðanlegar hagtölur af skornum skammti. Adam Smith hafnaði því hugmyndum Petty um nauðsyn hagtalna við greiningu hagfræðilegra álitaefna.
Þó Petty sé iðulega talinn til merkantílískra hagfræðinga taldi hann utanríkisviðskipti og jákvæðan viðskiptajöfnuð ekki uppsprettu auðs, heldur væri hún í raunhagkerfinu, landi og vinnu. Henn er einnig talinn einn fyrsti hagfræðingurinn, ásamt Cantillon og Quesnay til að líta á hagkerfið sem hringrásarkerfi.[2]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „HET: William Petty“. www.hetwebsite.net. Sótt 6. september 2022.
- ↑ Brewer, Anthony, „Pre-Classical Economics in Britain“, A Companion to the History of Economic Thought, Blackwell Publishing Ltd, bls. 78–93, sótt 6. september 2022