Fara í innihald

Richard Wagner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Wilhelm Richard Wagner)
Richard Wagner á síðari árum

Wilhelm Richard Wagner (22. maí 1813 í Leipzig13. febrúar 1883 í Feneyjum) var mikilsmegandi þýskt tónskáld, hljómsveitastjóri, tónlista hugmyndafræðingur og ritgerðahöfundur. Hann er helst þekktur fyrir framúrskarandi sinfóníu-óperur („tónlistar drama“) sínar. Tónverk hans voru eftirtektarverð fyrir samfelda kontrapunkts samsetningu, ríkan samhljóm og hljómsveitarútsetningu. Einnig fyrir vandaða notkun leiðsögustefa: þema tengt ákveðnum persónum eða ástandi. Krómatískt (þýska:Chromatik) tónlistarmál Wagner boðaði þróun síðar í Vínarklassík, þar á meðal öfgakennda krómatík og ótóntegundabundin stíl. Hann breytti tónlistar hugsun með hugmynd sinni um heildarlistaverk (þýska: Gesamtkunstwerk), fjórfalda óperuverk hans Niflungahringurinn (1876) var ímynd þessa stíls. Hugmynd hans um leiðsögustef og samþætta tónlistar tjáningu hafði mikil áhrif á kvikmyndatónlist 20. aldar. Wagner var afar umdeild persóna, bæði vegna tónlistar hans og dramatískrar nýbreytni, og vegna þess að hann var hávær andstæðingur evrópska gyðinga.

Richard Wagner og Ísland

[breyta | breyta frumkóða]

Útdráttur úr Niflungahringnum var sýndur í Þjóðleikhúsinu á listahátíð sumarið 1994, að frumkvæði Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara og Árna Tómasar Ragnarssonar. Meðal þeirra sem voru viðstaddir var Wolfgang Wagner, sonarsonur tónskáldsins, og fleiri leiðtogar óperuhátíðarinnar í Bayreuth í Þýskalandi.

Íslenska Wagnerfélagið var formlega stofnað í desember 1995 með það að markmiði að kynna tónlist Richards Wagners og gangast fyrir ferðum á óperuhátíðina í Bayreuth á hverju ári. Félagsmenn eru um 200. Selma Guðmundsdóttir er formaður.

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur hefur samið bókina Wagner og Völsungar. Niflungahringurinn og íslenskar fornbókmenntir, Rvík 2000, 222 bls.