Friedrich Wilhelm Hastfer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Wilhelm Hastfer)

Friedrich Wilhelm Hastfer (17221768) var sænskur barón af þýskum ættum. Hann var einnig þekktur undir nafninu Hastfer barón eða hrútabarón á Íslandi. Árið 1752 gaf hann út ritgerðina „Utförlig och omständelig underrättelse om fullgoda fårs ans och skötsel“ sem hann tileinkaði sænskum frumkvöðli á sviði kynbóta í sauðfé, Jonas Alströmer. Friðrik 5. Danakonungur sendi Hastfer til Íslands 1756 og með honum í för var fjárhirðirinn Jonas Botsach sem verið hafði fjárhirðir hjá Alströmer. Verkefni þeirra var að gera kynbótatilraun með sauðfé á búi Skúla Magnússonar í Elliðaárdal, en til þeirra tilrauna má rekja upphaf fjárkláðans fyrri. Líklegt er að kynbótahrútar sem þeir fluttu inn frá Englandi hafi verið Merinofé líkt og Alströmer hafði notað með miklum árangri til kynbóta í Svíþjóð. Hastfer stóð einnig fyrir tilraun til kartöfluræktar á Íslandi á Bessastöðum 1758, fyrstur manna að því að talið er.

Hastfer barón mældi einnig upp hús á Íslandi, kirkju, bæi og útihús og skildi eftir sig merkar teikningar (sjá myndir í bókum Harðar Ágústssonar, Íslenskri byggingararfleifð I og Laufási við Eyjafjörð I).

Rit[breyta | breyta frumkóða]

  • Hastfer, F.W. 1752. Ütförlig och omständig underrättelse om fullgoda fårs ans och skjötsel, til det all männas tjänst sammanfalttad af Fried. W. Hastfer. Stockholm: J Merckell.
  • Hastfer, F.W. 1761. Baron FRIDER. WILH. HASTFERS Hugleidingar og Aalit, Um Stiptan, Løgun og Medhøndlan eins veltilbwins Schæfferies, edur Gagnligrar Sauda Tyngunar og Fiaar Afla aa Iisslandi. Kaupmanna höfn: Efter þess Konungl. Cammer-Collegii Befaling. (Bækur.is)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.