Wikipediaspjall:Samvinna mánaðarins/nóvember, 2012

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ég legg til að byggingarlist verði samvinna mánaðarins.--Jóhann Heiðar Árnason (spjall) 29. september 2012 kl. 13:21 (UTC)

Hvað varðar greinar um byggingarlist, hver er staðan á leyfum fyrir myndbirtingaum af Íslenskum húsum? Minnir að ég hafi séð hér um daginn að það virðist vera hægt að setja inn myndir af Íslenskum húsum svo fremi sem þær eru ekki settar inn á Commons. Er ég þá fyrst og fremst að hugsa um eldri byggingar. Er þetta rétt munað hjá mér og ef svo er undir hvaða leyfi þarf að setja þær. Eins atriði sem ég rak augun í og getur tengst sama efni, að ákvæði í Íslensku höfundarréttarlögunum veiti leyfi til að setja inn ljósmyndir sem eru eldri en að mig minnir 20+ ára svo fremi sem þær teljist ekki listrænar. Undir það myndu þá flokkast gamlar myndir af byggingum sem kanski eru horfnar núna eða þær eða umhverfi þeirra hefur breyst. Vit þetta einhver hvernig þessu er háttað nákvæmlega, eða hvort mig er að mismynna. Bragi H (spjall) 4. nóvember 2012 kl. 10:26 (UTC)
Commons hefur, minnir mig, hafnað því að taka inn ljósmyndir á þeim forsendum að þær séu ekki listrænar vegna þess hve erfitt er að skera úr um listrænt gildi fyrirfram. Því gildir á commons venjulegur höfundaréttur fyrir allar ljósmyndir: æfi ljósmyndara + 70 ár. T.d. er Sigfús Eymundsson kominn úr höfundarétti. Varðandi byggingarnar sérstaklega þá er það 16. gr. íslensku höfundalaganna sem er að þvælast fyrir okkur ef um notkun í hagnaðarskyni er að ræða (og commons gerir ráð fyrir því að allt efni þar megi nota í hagnaðarskyni sbr. [1]), þá á arkitekt rétt á þóknun fyrir myndina væntanlega alla sína ævi + 70 ár, en það gildir þó aðeins ef viðkomandi bygging er aðalatriði myndarinnar. --Akigka (spjall) 4. nóvember 2012 kl. 11:58 (UTC)
En getum við geymt myndir lókal hér á okkar wiki með öðru leyfi? Ég hef rekist á myndir hér og þar, til dæmis á Þýsku wíkipedíunni þar sem mynd er vistuð lókal og merkt sérstaklega að ekki megi færa hana yfir á commons. Þar virðist um að ræða myndir sem eru skráðar með öðru höfundarleyfi, þá vænti ég þess að það sé eitthvað sérþýst ákvæði, þekki það ekki, en svona eru sumar af þessum myndum notaðar á fleri wíkíum, það er, tengt í þær til þýska wíkísinns án þess að vera fluttar yfir á commons. Hef ég til dæmis tengt í stöku slíkar myndir. Bragi H (spjall) 5. nóvember 2012 kl. 10:00 (UTC)
Já, við getum geymt myndir af byggingum lókal, svo framalega að það sé ekki til mynd af byggingunni á commons. Hvernig er það annars með myndir sem aðrir en maður sjálf/ur hefur tekið, þarf maður þá leyfi frá ljósmyndaranum ?--Snaevar (spjall) 5. nóvember 2012 kl. 10:29 (UTC)
Já maður þarf leyfi frá núlifandi ljósmyndurum eða öðrum rétthöfum. En ég er fyrst og fremst að hugsa um myndir sem ég tæki sjálfur sem og myndir sem ég hef erft og telst því núverandi rétthafi. Leyfisferlið til að fá leyfi frá öðrum ljósmyndurum er frekar flókið finnst ljósmyndurum, svo ég hef lent í veseni inni á commons þegar ég hef verið að afla leyfa og fá það skráð inn á commons þegar ég hef ekki tekið myndirnar sjálfur eða myndirnar verið sóttar af flickr.com, þar sem þær hafa verið settar inn með samþykktu CC leyfi. Hef ekki skoðað hvernig það er hér lókal hjá okkur. En varðandi myndir af byggingum, hvernig CC leyfi má maður skrá myndir undir hér inn hjá okkur sem ekki fer á commons? Megum við skrá þær með öllum leyfum nema ekki megi nota viðkomandi mynd í hagnaðarskyni? Myndi það nægja til að uppfylla öll skilyrði bæði arkitekta og Íslenska wíkisinns? Bragi H (spjall) 5. nóvember 2012 kl. 11:25 (UTC)
Með mynd sem þú átt sjálfur rétt að geturðu væntanlega valið það leyfi sem þú vilt. Ef um ljósmynd af byggingu eða höggmynd er að ræða sem er enn háð höfundarétti arkitekts þá ætti CC-NC leyfi að vera í lagi. En væntanlega skiptir ekki máli hvaða leyfi þú setur á myndina (gætir líka notað CC-PD t.d.) að um hana gildir á Íslandi að ekki má nota hana í hagnaðarskyni nema komi til greiðsla til arkitektsins eða erfingja hans. Þetta myndi ég segja að væri ábyrgð notandans en ekki þín og að þú hafir allan rétt til að gefa þínar eigin ljósmyndir út hvar sem er með hvaða leyfi sem er, svo framarlega sem það er ekki í hagnaðarskyni. --Akigka (spjall) 5. nóvember 2012 kl. 11:55 (UTC)
Ég hef sérstaklega verið að hugsa um verkefi eins og friðuð Íslensk hús, sem virðist hafa dagað nokkuð uppi eftir að commons fjarlægði sumar þær myndir sem vistaðar voru hjá þeim, væntanlega sökum aldurs viðkomandi bygginga, það er að byggingarnar eru það ungar að augsætt er að ekki væru liðin 70 ár frá andláti viðkomandi arkitekts. Annars virðast þeir almennt bara fjarlæga allar húsamyndir héðan. Það eru nokkrar myndir af Íslenskum byggingum hér inni sem eru sóttar á þýska wíkí og þannig fá þær að halda sér inni að virðist. Bragi H (spjall) 5. nóvember 2012 kl. 12:09 (UTC)