Wikipediaspjall:Samvinna mánaðarins/mars, 2008

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ég hef hugmynd. Ef við höfum náð að klára allt á þessum bögglista þá finnst mér rækið að sjá til þess að engir rauðir tenglar séu á forsíðunni. Þetta er fín leið til þess að segja að við eigum að gera greinar eftir þeim rauðu tenglum sem koma fram á „Atburðir 1. mars“ og sem koma kannski öðru hverju fram í „Mynd dagsins.“ Það er meira traustvekjandi ef engir rauðir tenglar eru á forsíðunni, þetta væri ekki beint eins og að sópa öllu undir teppið heldur meira eins og að taka svakalega vel til í anddyrinu og forstofunni, og vona að enginn kíki inn í húsið. =D Hvernig hljómar? --Baldur Blöndal 7. febrúar 2008 kl. 10:34 (UTC)

Mér finnst þetta ágætisuppástunga. Þetta er skemmtilegt sport. Eins og að þurfa að skrifa greinar eftir handahófsuppástungu. Svo er líka hægt að vinna fram og aftur í tíma ef vill. --Akigka 7. febrúar 2008 kl. 11:12 (UTC)
styð þessa hugmynd. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. febrúar 2008 kl. 19:12 (UTC)
Það væri nú best ef greinarnar sem ættu að vera til en eru það ekki væru til áður en Mars gengur í garð. Þá gætum við unnið að þessu með nokkuð hreinni samvisku. Næst það ekki alveg? --Baldur Blöndal 9. febrúar 2008 kl. 01:04 (UTC)
Stattu þig strákur... :) go for it... --Akigka 9. febrúar 2008 kl. 01:06 (UTC)
Haha ég hef búið til svona 6-8 greinar af þessum lista þrátt fyrir svakalega strembna dagskrá hérna... *blístur*... --Baldur Blöndal 9. febrúar 2008 kl. 01:35 (UTC)
Vel á minnst, finnst engum myndin í dag fyndin? Eye of the tiger? :P --Baldur Blöndal 9. febrúar 2008 kl. 01:36 (UTC)
6-9 er nú bara vel af sér vikið finnst mér, en það vantar 123 greinar upp á að klára listann, svo mér þykir ólíklegt að hann klárist fyrir mánaðarmót.--Akigka 9. febrúar 2008 kl. 01:40 (UTC)
Hann klárast. --Baldur Blöndal 9. febrúar 2008 kl. 02:25 (UTC)
JÆJA HVER HAFÐI NÚNA RÉTT FYRIR SÉR?!?! Wikipedia:Greinar sem ættu að vera til en eru það ekki =D Grr.. mig langar að blóta núna, þetta er eins og þegar maður er að vaða jökulá og verður bara að blóta.. fjandinn hafi það!! --Baldur Blöndal 29. febrúar 2008 kl. 17:02 (UTC)
Vel af sér vikið. Nú skaltu klára þennan Crystal Clear app amor.png --Cessator 29. febrúar 2008 kl. 17:05 (UTC)
Neeei.. af hverju gerirðu mér þetta?? Ég píndi mig áfram að klára þennan hundleiðinlega lista.. --Baldur Blöndal 29. febrúar 2008 kl. 17:07 (UTC)
Ég beygi mig í duftið og ét hattinn minn... --Akigka 29. febrúar 2008 kl. 19:04 (UTC)
Neinei, þú þarft ekkert að gera það. Nægur tími fyrir það þegar við förum út að borða sushi. =) Bíddu.. er þetta kannski fínn tími til að segja að ég hafi ofnæmi fyrir sjávarfangi? Ég get auðvitað bara fengið mér ramen eða eitthvað. --Baldur Blöndal 1. mars 2008 kl. 04:31 (UTC)
Ég beygi mig líka í duftið ef þú klárar þennan lista Crystal Clear app amor.png Það er annars gaman að segja frá því að íslenska wikipedian skreið upp um tvö sæti á lista á meta vegna þessa ágæta framtaks. --Cessator 1. mars 2008 kl. 04:45 (UTC)
Oh maður réttir þeim puttan og þeir bíta af manni hendina.. En gaman að heyra af því samt, samt undarlegt hvað það var svakalega mikið um hindúisma á listanum. Hindúismi er alveg mikilvægur en það var eitt um sjintóisma og svona 20+ greinar um hindúisma eða hluti tengda honum. --Baldur Blöndal 1. mars 2008 kl. 04:59 (UTC)