Wikipediaspjall:Samvinna mánaðarins/júní, 2006

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það er þrennt sem mér dettur í hug í sambandi við samvinnu mánaðarins í júní. Eitt er fótbolti, í sambandi við heimsmeistaramótið í knattspyrnu, sem hefst einmitt í júní. Annað er Ísland, í sambandi við 17. júní. Þriðja er íþróttir, bara svona til að hafa eitthvað. :) --Jóna Þórunn 6. maí 2006 kl. 21:23 (UTC)[svara]

Mér langar að koma með tilögu um að stubburinn Miklihvellur verður stórbættur. Þar sem lítið sem ekkert er að finna um þetta efni á íslensku samanborið við greinina á ensku wikipedia nema smáveigis á vísindavefnum og þar sem miklihvellur er það stórt og víðamikið efni þá finnst mér það réttast að tilnefna bara eina grein í staðinn fyrir stóran flokk varðandi stjörnufræði. Þó svo að það væri alveg hægt að taka líka fyrir efni tengt miklahvell eins og afstæðiskenninguna og sitthvað fleira. --Aron Ingi Ólason 15. maí 2006 kl. 16:19 (UTC)[svara]
Ég er hlyntur miklahvell og fótbolta. Ég held að Ísland sé ágætlega dekkað í bili; þó svo að það megi að sjálfsögðu stórbæta þetta. Íþróttir væri auðvitað mjög kúl, þar sem að sá flokkur hefur algjörlega farið varhluta af greinaskrifum, enda kannski ekki mestu sprikklarar heims sem skrifa hér. Ég skal skrifa um mína íþrótt! --Smári McCarthy 15. maí 2006 kl. 16:29 (UTC)[svara]
Að mínu mati ættum við að halda samvinnuverkefnunum þannig að sem flestir geti lagt til verkefnisins. Of sértækir hlutir eins og miklahvellskenningin og afstæðiskenningin eru ekki hentugir að mínu mati. Annars er mér svo sem sama, ég tek aldrei þátt í þessu ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 15. maí 2006 kl. 16:59 (UTC)[svara]
Hvernig líst ykkur á að taka Flokkur:Íþróttir í gegn, skrifa greinina Íþróttir og hver skrifar um sína uppáhaldsíþrótt, hvort sem það er fótbolti, handbolti, spjótkast, siglingar, kappróðrar, kapphlaup, maraþonhlaup, frjálsar íþróttir, fimleikar o.s.frv. (listinn af rauðum tenglum er langur). --Akigka 24. maí 2006 kl. 16:56 (UTC)[svara]
Já, það er sniðugt. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 24. maí 2006 kl. 17:10 (UTC)[svara]