Wikipediaspjall:Samvinna mánaðarins/ágúst, 2006

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég hef tvær tillögur að samvinnu næsta mánaðar. Mér finnst þær persónulega báðar alveg geta gengið upp, en hvernig lýst ykkur á þær:

  • Aftur greinar sem ættu að vera til, því listanum var breytt í miðjum klíðum og rauðum tenglum fjölgaði. En það getur verið kjánalegt að hafa sömu samvinnuna tvisvar í röð (þetta er samt sú samvinna sem best hefur gengið, mest hefur áunnist á)
  • Fornaldargreinarnar. Sá listi er alveg afskaplega góður, og mér finnst allavega persónulega áhugavert að skrifa greinar um þessi efni. Þar að auki höfum við eitt stykki Cessator sem ætti að geta reddað okkur frá því að gera einhverja vitleysu

--Sterio 21. júlí 2006 kl. 21:44 (UTC)[svara]

Líst vel á fornaldargreinarnar. Mér datt í hug Rómaveldi, úr því Ágústus er grein mánaðarins - svona tógapartýsamvinnuverkefni, en kannski best einmitt að hafa þetta nógu vítt og taka alla fornöldina með. --Akigka 28. júlí 2006 kl. 12:54 (UTC)[svara]
Reyndar finnst mér Rómarveldi enn betra en fornöldin. Vítt er gott að því leyti að þá geta fleiri skrifað og þess háttar, en þröngt er viðráðanlegra að ná að „klára“. Reyndar er ekki til neinn listi, en þá er bara að nota hugmyndaflugið og rauða tengla. --Sterio 30. júlí 2006 kl. 17:43 (UTC)[svara]
Ég tek nú aldrei mikinn þátt í þessum samvinnuverkefnum (félagsskítur, ég veit), en ég ætti eiginlega að gera það núna, því fornöldin er annað af tveimur meginviðfangsefnum mínum hérna á Wikipediu. Alla vega, það er hægt að skrifa um ýmis grísk efni og samt líta á það sem lið í samvinnuverkefni um Rómaveldi, því grísk og rómversk menning eru mjög tengdar (Grein um eitthvað tengt t.d. grískri goðafræði gæti alveg talist til samvinnuverkefnis um Rómaveldi). En ef einhver skyldi nú vilja einbeita sér að „hardcore“ rómversku efni, þá er hérna listi yfir rómversk efni sérstaklega (í raun bara útdráttur úr hinum fornaldarlistanum). --Cessator 30. júlí 2006 kl. 20:17 (UTC)[svara]