Wikipediaspjall:Listi yfir efnisorð í íslensku alfræðiorðabókinni A-Ö

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fyrir 40-þúsundin[breyta frumkóða]

Fært af Wikipedia:Potturinn --Ævar Arnfjörð Bjarmason 6. febrúar 2008 kl. 13:27 (UTC)
Ég er byrjaður á lista yfir efnisorð í íslensku alfræðiorðabókinni, hann er ekki kominn langt á veg en ætti nokkuð fljótt að gefa okkur ágætis samanburð á innihaldi Wikipedia og ÍA. Við erum að standa okkur ágætlega í þeim grenum sem er búið að skrifa þarna í A-inu af þeim sem komnar eru inn.

Væri ekki ágætis samvinnuverkefni að bæta við listann, skrifa greinar á honum og bæta þær sem fyrir eru? Það tæki samt örruglega aðeins meira en mánuð að gera þetta allt. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 4. febrúar 2008 kl. 17:43 (UTC)

Þetta er gott framtak og gagnlegt að geta borið saman til að sjá m.a. hvað vantar. Þegar aðeins fleiri efnisorð eru komin inn væri ábyggilega hægt að gera það að samstarfsverkefni að fækka rauðum tenglum á listanum með því að fjölga þeim bláu. --Cessator 4. febrúar 2008 kl. 17:49 (UTC)
Við erum auðvitað með fullt af greinum sem þessi bók hefur ekki eins og um tölvuleiki, sjónvarpsþætti, áramótaskaupin og margt annað þannig að þetta er ekki alveg 100% sambærilegt. En annars er þetta mjög góð viðmiðun. =) Vinsamlegast haltu áfram að bæta við listann. --Baldur Blöndal 4. febrúar 2008 kl. 18:13 (UTC)
Ég er með bækurnar hérna heima þannig að ég gæti hjálpað við þetta. Ég held að það væri sniðugast ef við kæmum okkur upp einhverskonar kerfi við þetta. Listin er í stafrófsröð þannig að það er hætt við því að við færum að skrifa niður sömu orðin á sama tíma. Ég held að það væri best að þeir sem ætluðu að bæta við þennan lista myndu láta vita af því á þessari síðu og síðan tekið fram hvaða hluta listans þeir væru að vinna að hverju sinni á notendasíðu sinni.

Dæmi:

Listi yfir efnisorð í íslensku alfræðiorðabókinni. A-Ö

Ég er að vinna að B

--Jóhann Heiðar Árnason 4. febrúar 2008 kl. 18:37 (UTC)

Flott, getur sett blaðsíðutöl inn í <!-- comment --> eins og ég var byrjaður að gera? Þá er auðveldara að fara yfir og finna villur í listanum. Ég ætla að bæta inn fyrirsögnum á eftir þannig það verði auðveldara fyrir marga að vinna í þessu. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 4. febrúar 2008 kl. 18:40 (UTC)

Ég byrjaði á þessu hérna fyrir hálfu ári. Ég styð framtakið. Haukur 5. febrúar 2008 kl. 14:00 (UTC)


ia-pages.pl[breyta frumkóða]

Forritið sem bjó til fyrirsagnir og blaðsíðulista:

use strict;

while (<DATA>)
{
  chomp;
  next unless /\S/;

  unless (/\t/) {
    print "== $_ ==\n";
    next;
  }

  my ($heading, $start, $end) = split /\t/;

  print "=== $heading ===\n";

  for my $i ($start .. $end)
  {
    print "<!-- bls. $i -->\n";
  }
  print "\n";

}

__DATA__
A-G
AÁ	1	104
B	105	240
C	241	270
D	271	318
EÉ	319	374
F	375	474
G	475	578

H-O
H	7	138
IÍ	139	185
J	187	230
K	231	341
L	343	432
M	433	548
N	549	605
OÓ	607	633

P-Ö
P	7	64
Q	65	67
R	69	140
S	141	378
T	379	442
UÚ	443	462
V	463	532
W	533	546
X	547	547
YÝ	549	552
Z	553	558
Þ	559	594
Æ	595	598
Ö	599	606

Höfundaréttur[breyta frumkóða]

Er mögulegt að birta öll efnisorð bókarinnar án þess að það gangi á höfundarrétt? Thvj 5. febrúar 2008 kl. 16:25 (UTC)

Já, svona listar eru ekki höfundaréttvarðir. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 5. febrúar 2008 kl. 16:27 (UTC)

Fært af Wikipedia:Potturinn --Ævar Arnfjörð Bjarmason 6. febrúar 2008 kl. 13:27 (UTC)

Eins og ég sé þetta þá er þessi listi byggður á tveimur listum úr ensku Wikipediu

Þetta eru listar yfir efnisorð úr Macropædia, hluta Encyclopædia Britannica. Það var umræða á ensku Wikipediu hvort listinn væri brot á höfundarétti og komist var að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki.

Hér er umræðan.

Wikipedia:Articles for deletion/List of 1974 Macropædia articles

Mér sýnist þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu aðallega vegna þessarar röksemdarfærslu hér.

“These articles are not copyvio, per this memo. Facts cannot be copyrighted, a principle that allows Tables of Contents to be copied, as we often see on amazon.com and elsewhere. The titles of these articles are drawn only from the Macropædia's Tables of Contents.“

Hér er þessi minnismiði sem hann talar um.

Minnismiði

Samkvæmt þessari fair-use reglu er það ekki höfundarréttabrot að skrifa orðrétt upp efnisyfirlit bóka. Þessir listar eru skrifaðir upp eftir efnisyfirliti Macropædia og eru því ekki höfundarréttarbrot. En þegar komið er að Íslensku alfræðiorðabókinni þá hefur hún ekkert efnisyfirlit. Efnisorðin eru tekin beint upp úr verkinu og fellur þess vegna ekki undir þessa fair-use reglu sem minnst var á hérna að ofan og er líklegast brot á höfundarétti.

--Jóhann Heiðar Árnason 6. febrúar 2008 kl. 01:41 (UTC)

Tja, eins og fram kemur þarna er ástæðan fyrir því að það er hægt að birta efnisyfirlit eins og ekkert sé sú að staðreyndir eru ekki háðar höfundarrétti. En þá skiptir ekki máli hvort til er efnisyfirlit eða ekki, þessi listi er ekki síður samansafn staðreynda fyrir það. Hins vegar vaknar sú spurning hvort þetta teljist ekki til frumrannsókna. --Cessator 6. febrúar 2008 kl. 01:50 (UTC)
Hérna er tilvitnunin úr minnismiðanum sem ég tengdi í áðan.

“The contents page is copyrighted along with the entire journal issue. Some tables of contents contain nothing but factual data: author, article title, and page number. Although facts are not copyrightable, the arrangement of the facts might be. Such an arrangement would have to meet the originality standard with it's creativity requirement in order to qualify for copyright protection.”

Þetta virðist allt vera einhvernveginn á mjög gráu svæði. Eins og þú sagðir þá eru staðreyndir ekki varðar með höfundarétti og þess vegna getur enginn eignað sér lista eins og Stiftamtmenn á Íslandi því hann er aðeins upptalning á staðreyndum. En eins og segir í textanum fyrir ofan má verja staðreyndir með höfundarrétti ef þær uppfylla einhverskonar lágmarksstandard um hugmyndaflug eða frumleika (hvað sem það er nú eiginlega). Þá er það spurning hvort valið á efnisorðum í Íslensku Alfræðiorðabókinni geri það eða ekki?

Ég minntist nú bara á þetta vegna þess að mér sýndist að röksemdarfærslurnar fyrir að halda ensku listunum ættu ekki við um þann íslenska. Það eru 37.000 uppflettiorð í Íslensku alfræðiorðabókinni. Ég held að það sé betra að við fáum þetta hreint þegar réttbyrjað er að vinna að listanum heldur en þegar hann er fullkláraður Crystal Clear app amor.png.

Ef einhver lögfræðigúrú er að lesa þetta þá væri stutt komment vel þegið.--Jóhann Heiðar Árnason 6. febrúar 2008 kl. 02:31 (UTC)

Á tímabili vorum við með öll uppflettiorð einhverrar nýlegrar útgáfu Britannicu á enskunni. Wales lét eyða þeim lista. Haukur 6. febrúar 2008 kl. 12:39 (UTC)
Þau ykkar sem eru með admin-aðgang að enskunni getið séð dæmi hérna: en:Wikipedia:2004 Encyclopedia topics/2 Varðandi eyðinguna er þarna vísað í þetta bréf frá Jimbo Wales, en hann var þá alvaldur. Haukur 6. febrúar 2008 kl. 13:09 (UTC)
Listi af þessu tagi getur vel notið vernd höfundaréttar. Höfundar alfræðiorðabókarinnar tóku ritstjórnarlegar ákvarðanir um það hvaða efnisatriði ættu að vera í bókunum og þessi listi er byggður á þeirri vinnu. Þetta er á gráu svæði og ég held að við þær aðstæður sé það eðlilegra að eyða, við getum ekki verið í þeim bransa að gefa út hugverk annara undir GFDL án þess að vera 100% á því að það sé í lagi. Svo er þetta auðvitað engin grein heldur, meira eins og gagnagrunnur eða álíka, sem Wikipedia er ekki rétti staðurinn fyrir. --Bjarki 6. febrúar 2008 kl. 14:05 (UTC)
Fyrst að lögfræðingar Wikipedia eru ekki sammála um hvort þetta sé löglegt eða ekki þá held ég að það sé mjög vafasamt að halda í þennan lista. Ef engin góð mótrök koma þá styð ég eyðingu.--Jóhann Heiðar Árnason 6. febrúar 2008 kl. 14:08 (UTC)
Ritstjórnarlegar ákvarðanir njóta ekki höfundaréttar - aðeins frumleg hugverk. Að listi yfir efnisorð teljist vera frumlegt hugverk þykir mér í meira lagi vafasamt. --Akigka 6. febrúar 2008 kl. 14:12 (UTC)
Frumlegt hugverk á auðviað ekki bara við fagurbókmenntir heldur hvaða skapandi framlag sem er. Mörkin á milli þess hvað telst verndað hugverk og hvað er óvarið getur enginn skorið úr um nema dómstólar. Sjálfur hef ég enga hugmynd um hvernig slíkt mál myndi fara og það eru víst hverfandi líkur á því að það verði skorið úr því í bráð. Við getum auðvitað haldið í þetta í þeirri vissu að það verði aldrei gert neitt mál útaf því, en ég held að WMF og Jimbo myndu frekar kjósa hreinstefnunálgun á þetta og leyfa ekkert sem vafi leikur á að sé heimilt. --Bjarki 6. febrúar 2008 kl. 14:38 (UTC)
Mér finnst ekki leika neinn vafi á því. Í 1. grein laganna er skilgreint hvað fellur undir þau og af því verður ekki með neinu móti ráðið að listi á borð við þennan teljist vera "Uppdrættir, teikningar, mótanir, líkön og önnur þess háttar gögn, sem fræðslu veita um málefni eða skýra þau,..." og enn síður "listaverk" eða "tölvuforrit" sem njóta verndar laganna.
Alfræðiorðabókin er samið ritað mál, listi yfir efnisorð er útdráttur úr sömdu rituðu máli. Þegar viðkomandi hugverk er svo uppflettirit þá held ég að það sé alveg sjónarmið að listinn sé höfundaréttarvarinn. --Bjarki 6. febrúar 2008 kl. 15:02 (UTC)
Listi yfir efnisorð er ekki útdráttur í hefðbundnum skilningi, en efnisorðin í alfræðiorðabókinni eru vissulega hluti þess verks. Hins vegar getur varla verið að hann njóti verndar höfundaréttarlaga sem slíkur þar sem um er að ræða... eða mér finnst það alla vega hæpið. Hvað með t.d. efnisorðamerkingu bóka í gegni? og hvað með orðstöðulykla? (athyglisvert dæmi um slíkt hér.) --Akigka 6. febrúar 2008 kl. 15:25 (UTC)
Það er talsvert langur vegur frá þessum dæmum sem þú nefnir til þess að afrita og birta í heild sinni öll 40.000 uppflettiorðin, sérstaklega þegar um er að ræða uppflettirit, efnisorðalistinn er eiginlega kjarni þesskonar hugverks. --Bjarki 6. febrúar 2008 kl. 15:56 (UTC)

Hvernig líst ykkur á að líta svo á að svona listi af efnisorðum falli undir 50. gr. höfundalaga og gefi þar með einkarétt í 15 ár? [1] Haukur 6. febrúar 2008 kl. 14:17 (UTC)

Hljómar sennilega. Þá féll sá réttur úr gildi 2006. En grundvallaratriðið þar er "ef þær aðgerðir stríða gegn venjulegri nýtingu hans eða ganga með óeðlilegum hætti gegn réttmætum hagsmunum framleiðenda gagnagrunnsins." sum sé ef um er að ræða aðgerð sem kemur í veg fyrir að höfundarétthafi geti notið einkaréttar á verkinu (þ.e. hagnast á því) og ég er nú á því að birting þessa lista hér geti varla fallið undir ólögmæta samkeppni við íslensku alfræðiorðabókina. --Akigka 6. febrúar 2008 kl. 14:25 (UTC)

Nokkur atriði:

 • Það er enginn eðlismunur á því að bók sé með sérstakt efnisyfirlit yfir umfjöllunarefni sitt eða hann sé unnin upp úr efni hennar. T.d. væri listi yfir kafla í Harry Potter bókum með nákvæmlega sömu höfundaréttarstöðu hvort sem hann væri búin til upp úr efnisyfirliti eða unnin upp úr fyrirsögnum ef ekkert efnisyfirlit væri.
 • Tilgangur höfundaréttar er að tryggja höfundi einkarétt á útgáfu skapandi verks. Mörkin á milli þess að það sé verið að brjóta á þeim rétti og fjalla sanngjarnlega um efnið hafa verið dregin þar sem útdrátturinn er farinn að koma í stað fyrir upprunalega efnið.
  Þessi listi kemur ekki í staðin fyrir íslensku alfræðiorðabókina frekar en efnisyfirlitið á Harry Potter kemur í staðin fyrir bækurnar eða listi yfir þjóðvegi íslands úr samnefndri bók kemur í stað hennar.
 • Jimmy Wales hefur oft komið aðsvífandi á sínum hvíta hesti og reddað einhverjum málum á svipstundu að misgóðum ástæðum við misgóðar undirtektir. Mér finnst mjög vafasamt að byggja einhverja umræðu hérna á lögfræðiáliti sem við höfum varla hálfrar setningar úrtak úr. Þar að auki er þetta álit mjög íhaldssamt þar sem téðir lögfræðingar hafa það aðalmarkmið að sjá til þess að lenda ekki í málaferlum, og í landi eins og Bandaríkjunum endurspeglar það sem þú gerir til að lenda ekki í máli ekki það sem þú hefur rétt á að gera samkvæmt lögum.

--Ævar Arnfjörð Bjarmason 6. febrúar 2008 kl. 15:46 (UTC)

Erum við að búa til frjálsa alfræðiritið eða „alfræðiritið sem enginn fer í mál við“? Við getum alveg gert þetta á Íslandi án afleiðinga, en skiptir það máli? --Bjarki 6. febrúar 2008 kl. 15:56 (UTC) Semsagt, eigum við að gefa skít í möguleg höfundaréttarbrot bara vegna þess að líklegast hafi það engar afleiðingar? --Bjarki 6. febrúar 2008 kl. 15:57 (UTC)
Bjarki hefur lög að mæla! Þetta er á mjög gráu svæði og höfundarrétthafi gæti byggt málflutning sinn á að verið væri að semja útdrátt úr verki sínu, sem myndi rýra verðmæti þess verks, eða gera það verðlaust, enda er Wikipedia og Alfræðiorðabókin í eðli sínu sams konar hugverk/vara. Auk þess, spurði Bjarki hvort það væri samkvæmt hefðum Wikipedia að birta efnisyfirlit (lista) úr öðrum bókum? Thvj 6. febrúar 2008 kl. 16:06 (UTC)
Hlutir eru annaðhvort höfundaréttarbrot eða ekki, það breytir engu hvar þeir eru settir fram svo lengi sem þeir eru gefnir út á annað borð. Þetta sem þú bendir á um það í hvaða samhengi efnið er ætti aðeins við ef við værum að halda fram fair use sem við erum ekki að gera. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 6. febrúar 2008 kl. 16:12 (UTC)
Nei, ég var þvert á móti að benda á að þótt efni væri frjálst væri samt möguleiki á lögsóknum, ekki að við ættum að setja ófrjálst efni inn þótt engin hætta væri á lögsóknum. Ef ég hélt að það síðara ætti við um þessa grein myndi ég eyða henni sjálfur, eða nánar tiltekið hefði ég aldrei byrjað að skrifa hana. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 6. febrúar 2008 kl. 16:09 (UTC)
Ef efni er „frjálst“ og það kallar samt á einhverskonar lögsóknir þá er það augljóst að annaðhvort höfðum við rangt fyrir okkur um réttarstöðuna eða sá sem sækir málið, það afsakar ekki að setja vísvitandi inn efni sem að augljóslega er á gráu svæði. --Bjarki 6. febrúar 2008 kl. 16:53 (UTC)
Ævar, væri ekki nærtækara að vinna slíkan lista upp úr is.wikipedíu sjálfri, eða til hvers ertu annars að setja inn lista yfir efnisorð Alfræðiorðabókarinnar, sem er komin nokkuð til ára sinna? 6. febrúar 2008 kl. 16:15 (UTC)
Ég ætla ekki að svara þessu hér enda væru útskýringar á því afhverju ég persónulega kýs að nota gamlar bækur sem heimildir óþarfa útidúr hérna sem ég sé ekki að nái neinu fram í umræðu um hvort þetta telst höfundaréttarbrot. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 6. febrúar 2008 kl. 16:18 (UTC)
En til þess að svara þessu að hluta til þurfum við ekki að vinna svona lista, við eigum hann til. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 6. febrúar 2008 kl. 16:20 (UTC)

Mér finnst við stundum vera kaþólskari en páfinn í þessum höfundaréttarefnum, án þess að nokkur ástæða sé til þessara stífu lagatúlkana sem fólk virðist aðhyllast á wikimedia verkefnunum. Andi laganna er sá að höfundur hugverks á að fá tækifæri til að njóta gengis verks síns í friði og spekt en jafnframt leiðir það af m.a. tjáningarfrelsisákvæðum að verk er alltaf betur komið útgefið en óútgefið. Þess vegna er dómaframkvæmd í flestum löndum þannig að verkið njóti vafans, en ekki höfundarétthafar, þar sem hlutir eru á gráu svæði, sérstaklega ef höfundarétthafa tekst ekki að sýna fram á fjárhagslegan skaða eða brot gegn sæmdarrétti. Nú veit ég ekki hver framkvæmdin er á Íslandi, en líklega eru málin svo fá og sagan gisin að það er varla að marka auk þess sem lögin hafa breyst töluvert síðustu ár í samræmi við breytingar á Evrópulöggjöf og Bernarsáttmálanum sjálfum. --Akigka 6. febrúar 2008 kl. 16:34 (UTC)

Það er ágætis ástæða fyrir þessu höfundaréttarofstæki, þessi frelsisstimpill sem settur er á allar síður Wikimedia-verkefna væri innistæðulaus annars. Það er alls ekki lítið mál að birta höfundaréttarvarinn texta á Wikipediu, það er kannski enginn augljós skaði af birtingu á Wikipediu sem slíkri en að gefa það út að með því falli téð hugverk undir leyfi á borð við GDFL er svo sannarlega brot á hagsmunum rétthafa. Ég er ekkert að reyna að vera leiðinlegur hérna, það eina sem vakir fyrir mér er að benda á að það er fullkomnlega réttmætur vafi á því að þetta sé leyfilegt. Við þessir sjálfsskipuðu höfundaréttarsérfræðingar (ég undanskil ekki sjálfan mig, ég tala hér sem kverúlant en ekki sérfræðingur) getum rifist um þetta og sett fram rök með og á móti (og það eru góð rök á móti eins og Akigka bendir á) en það breytir því ekki að þetta er grátt svæði og aðeins fyrir dómstóla að skera úr um. --Bjarki 6. febrúar 2008 kl. 17:07 (UTC)
Bjarki hefur mikið til síns mál (og aðrir líka). Mér finnst hins vegar rétt að benda á að við ætlum ekki að nota þennan lista til að birta hann almenningi heldur til að við sem skrifum greinar getum notað hann til viðmiðunar við okkar föndur. Það er svo aftur aukaverkun af því hvernig Wikipedia er búin til að það er ekki svo auðvelt að halda þessu aðgreindu. En ef við ákveðum að vera varkár og hafa ekki svona lista á Wikipediu (sem mér sýnist stefna í) gætum við samt sent hann okkar á milli í tölvupósti, eða t.d. sett upp læstan einkawiki sem aðeins við hefðum aðgang að. Það væri vissulega þyngra í vöfum þannig en samt kannski þess virði.
Er annars enn verið að selja þessa alfræðibók? Kaupir einhver tuttugu ára gamla alfræðibók? Haukur 6. febrúar 2008 kl. 18:21 (UTC)
Einhvers staðar sá ég þessa bók til sölu en líklegast hefur það verið í einhverri fornbókabúð eða álíka. Mér datt það í hug að klára listann, eyða honum svo en þá hafa möppudýr hann til taks. Notendur gætu einnig vistað hann á eigin tölvu, skellt í forskoða inn á milli og séð þá hvað vantar. En þá erum við kannski full mikið að fela eigið brot... — Jóna Þórunn 6. febrúar 2008 kl. 19:36 (UTC)
Ágætishugmynd. Haukur 6. febrúar 2008 kl. 19:54 (UTC)
Það breytir litlu hvort einhver kaupi bókina eður ei, en það væri óneitanlega hryggilegt ef höfunarrétthafi (Edda?) færi að amast við slíkum lista á wikipedia; það gæti komið óorði á verkefnið í heild og skapað tortryggni meðal almennings og fræðimanna, sem gæti til lengir tíma skaðað wikipedia! Mér finnst af þeim sökum að við ættum ekki að halda áfram með listann og jafn vel eyða/fela það sem komið er! Thvj 6. febrúar 2008 kl. 19:50 (UTC)
Við gætum líka talað við þá og spurt hvort þeim sé sama. Haukur 6. febrúar 2008 kl. 19:54 (UTC)
Við ættum að gera það og benda þeim á að tilgangurinn sé aðeins til þess að við getum haft listann til hliðjónar við uppbyggingu Wikipedia á íslensku. Ef þeir taka jákvætt í það þá gætum við fært þetta yfir í wikipedia nafnrýmið þar sem þetta átti að vera frá upphafi (þetta er alls engin grein!) og sett tilkynningu um það efst á síðuna að innihald hennar falli ekki undir GFDL heldur sé birt með sérstöku leyfi rétthafa og sé ekki ætlaður til birtingar annarsstaðar. --Bjarki 6. febrúar 2008 kl. 20:50 (UTC)
Snið:Breyting Já gerið það. Ef þeir hafa eitthvað á móti því að alfræðiorðabók noti orðalistann úr 20 ára gamalli alfræðiorðabók, þar sem við tökum ekki einu sinni eina setningu úr útskýringunum, bara til þessa bæta við greinina um þeirra eigin alfræðiorðabók og til þess að nota þetta sem hjálpartæki (...ásta.r...l...) til að auka þekkingu í heiminum o.s.fv. þá er eitthvað að þessum heimi. Ég sé persónulega ekki af hverju, ef við hringjum, þeir ættu ekki að leyfa okkur þetta. --Baldur Blöndal 6. febrúar 2008 kl. 20:51 (UTC)
Því miður er þetta óraunhæft! Það getur enginn einn aðili komið fram fyrir hönd wikipedia og samið um eitt né neitt. Auk þess sem að höfundarrétthafi mundi mjög líklega ekki semja um að nokkur annar aðili mætti nota orðalista Alfræðiorðabókarinnar, nema með einhverjum flóknum undanþágum, sem kallaði á aðstoð lögmanna við að semja um. Wikipedia byggir á að forðast eins og heitan eldinn allt höfundarréttarþras og halda sig á sem fjarst öllum gráum svæðum, eins og gert hefur verið með ljósmyndir. Thvj 6. febrúar 2008 kl. 21:35 (UTC)
Þvert á móti er Wikipedia á mjög mörgum gráum svæðum þegar kemur að ljósmyndum. Greinin okkar um Mónu Lísu notar til dæmis ljósmynd af verkinu frá Louvre-safninu án leyfis. Þetta á sér ákveðna stoð í bandarískum lögum en mun minni í íslenskum og frönskum. Annað dæmi er að Wikimedia Commons leyfir almennt verk hverra höfundar dóu fyrir meira en 70 árum en þau geta oft verið í höfundarétti í BNA þar sem 70-ára reglan gildir ekki aftur í tímann.
Varðandi notkun á efnisorðalista þarf alls ekki að hafa neinn flókinn samning, einfalt munnlegt eða skriflegt samþykki mundi nægja. Hins vegar er vel hugsanlegt að rétthafi mundi, eins og þú bendir á, ekki sjá sér hag í að veita slíkt samþykki. Haukur 6. febrúar 2008 kl. 23:02 (UTC)
Haukurth, ég sé ekki betur en að myndin af Mónu Lísu sé public domain, þ.a. ekki þarf leyfi til að nota hana. En, það sem ég var að reyna að segja, var að það getur enginn einn aðili komið fram fyrir hönd wikipedia og samið munnlega né skriflega um eitt né neitt! Þó ég eða þú hringir í eiganda höfundarréttar og við fáum jákvæðar undirtektir, þá er það merkingarlaust fyrir wikipedia vegna þess að við höfum ekkert umboð, hvorki ég né þú né nokkur annar til að fullnusta samninga varðandi wikipedia. Við verðum einfaldlega að vinna innan þess ramma sem wikipedia-verkefnið markar. Á hinn bóginn mætti halda þvi fram að við þyrftum ekki að óttast höfundarréttarlög, því það væri ekki mögulegt að sækja neinn til saka. Eflaust væri hægt að krefjast þess að þeir sem reka netþjóna þá, sem vista framlög okkar, myndu fjarlægja efni, sem bryti í bága við höfundarétt og jafn vel mundu loka fyrir aðgang að vefnum. Það sem ég óttast meira en hugsanleg höfundarréttarbrot er neikvæð umfjöllun um wikipedia-verkefnið og að fræðimenn o.fl. yrðu af þeim sökum fráhverf wikipediu og mundu hætta að nýta og bæta hana. -- Það yrði mikill skaði! Thvj 6. febrúar 2008 kl. 23:36 (UTC)
Ég sé það ekki alveg að við þurfum endilega að hafa eitthvað umboð Wikimedia til þess að fara fram á að þeir leyfi þetta. Ef þeir gera það þá getur það alveg eins verið einhliða yfirlýsing af þeirra hálfu um að leyfilegt sé að birta listann á Wikipediu með þeim skilyrðum sem ég nefndi hér að ofan. Það er ekkert flókið við það. --Bjarki 6. febrúar 2008 kl. 23:47 (UTC)
Þessi Mónu-Lísu-mynd er ljósmynd frá Louvre-safninu fengin af vef safnsins. Safnið áskilur sér allan rétt á ljósmyndum sem það birtir á vefnum. Wikimedia Commons notar myndina á þeirri forsendu að ljósmyndin sé eftirmynd af listaverki sem sjálft er úr höfundarétti og geti þar með ekki sjálf borið höfundarétt. Þetta er hins vegar mjög grátt svæði í lögum og býsna mismunandi eftir löndum. Það er t.d. mjög lítið sem bendir til að þessi röksemdafærsla standist íslensk lög. Haukur 7. febrúar 2008 kl. 08:17 (UTC)
Mér finnst þetta reyndar ekki góður listi sem wiki grein, höfundaréttarbrot eða ekki ... hvaða þýðingu hefur hann eftir að við erum búnir að gera greinar um öll þau efni sem koma fyrir í honum? Þá er þetta bara efnislisti yfir bók .. sé ekki ástæðu til þess að hafa þennan lista yfir efni í bók heldur en einhvern annan eins og í Grays Anatomy eða hvað veit ég :-)
En það mætti gjarnan hafa þennan lista einhverstaðar undir heimasvæði einhvers notenda, eða í samfélagsgáttinni eða einhverstaðar þar sem allir geta nálgast hann. Hann getur gefið góðar hugmyndir svona eins og listinn yfir þær greinar sem ættu að vera til á öllum wikium. Bara mínir 2 aurar :-) --ojs 12. febrúar 2008 kl. 01:21 (UTC)

Varðandi hvort að enn sé verið að selja þessa alfræðiorðabók: Já, hún er enn til sölu. Ég sá hana ekki alls fyrir löngu í Eymundsson í Austurstræti. --Gdh 20. apríl 2008 kl. 13:39 (UTC)