Wikipediaspjall:Grundvallargreinar/Stóri listinn

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi listi er frábært safn af rauðum tenglum, þ.e.a.s. hann hefur innan um bláu tenglana heilmikið af rauðum tenglum á mikilvæg efni. Við erum næstum því — en samt ekki alveg — búin að gera alla tenglana á opinbera listanum frá Meta bláa og fyrr eða síðar gerum við það hér líka. En af því að þessi listi er ekki strangt tekið sá listi sem árangur okkar er miðaður við á Meta, þá mætti jafnvel staðfæra hann örlítið og bæta við tenglum á mikilvæg efni sem enn á eftir að skrifa um. Þeir sem vilja leggja hönd á plóg en vita ekki hvaða efni þeir ættu að skrifa um ættu alla vega að geta fundið helling af mikilvægum viðfangsefnum hér. --Cessator 12. febrúar 2011 kl. 15:10 (UTC)[svara]

Þessi listi er kærkominn. Fyrst þú talar um að staðfæra þá dettur mér í hug að safna til lista um umfjöllunarverð íslensk skáld og merkismenni á sviðum lista. Væri það ekki viðeigandi? Almar 13. febrúar 2011 kl. 02:30 (UTC)[svara]
Það mætti til dæmis nota Íslensk skáld sem uppistöðu í slíkan lista og bæta við. --Navaro 13. febrúar 2011 kl. 12:39 (UTC)[svara]

Matvælavinnslan[breyta frumkóða]

Á listanum var undir "Tækni" undirflokkurinn "Food and health". Ég giska á að hér sé hugsunin að hafa "food processing technology" eða eitthvað þvíumlíkt. Ég skýrði þetta því "Matvælavinnsla" og byrjaði að vinna listann í samræmi við það. Það eru þó skrítin uppflettiorð þarna í því samhengi, s.s. "bóluefni" og "penisillín". Það ætti ef til vill að færa þau eitthvert annað. Að vísu er (eða öllu heldur var) sýklalyfjum oft bætt út í fóður (og jafnvel matvæli), og vissulega er bólusetning mikilvæg í landbúnaði. Eða kannski er ég að misskilja listann? Læt þetta vera svona í bili, en bæti kannski við þetta seinna. --Oddur Vilhelmsson 13. febrúar 2011 kl. 08:23 (UTC)[svara]

Hefur nokkrum tekist að fá þennan lista upp nýlega? Ég fæ alltaf timeout þegar ég reyni það. --Akigka (spjall) 27. nóvember 2012 kl. 06:04 (UTC)[svara]

Ertu að meina að opna bara síðuna? Ég get það. --Cessator (spjall) 27. nóvember 2012 kl. 08:12 (UTC)[svara]
Ég fæ alltaf "Time out waiting for the lock." --Akigka (spjall) 27. nóvember 2012 kl. 11:00 (UTC)[svara]
Skrítið. Ég get enn þá opnað hana. Ég geri ráð fyrir að þú hafir prófað annan vafra... --Cessator (spjall) 28. nóvember 2012 kl. 08:59 (UTC)[svara]
Ég fæ timeout á þessa síðu ef ég er skráður inn. Hún hleðst strax ef ég er ekki skráður inn. --Bjarki (spjall) 28. nóvember 2012 kl. 09:14 (UTC)[svara]
Komst að því að sökudólgurinn er "þröskuldur fyrir stubbatengla" í notendastillingunum mínum undir "útlit". Ef ég geri hann óvirkan virkar síðan fínt :) --Akigka (spjall) 28. nóvember 2012 kl. 10:04 (UTC)[svara]
Ok, það virkar hjá mér líka. Vefurinn virðist ekki höndla allan þennan fjölda af stubbatenglum. --Bjarki (spjall) 28. nóvember 2012 kl. 10:08 (UTC)[svara]
Það þarf að klippa þessa síðu niður í smærri einingar held ég. Ég fæ bara villu þegar ég reyni að breyta henni. --Bjarki (spjall) 17. desember 2012 kl. 08:56 (UTC)[svara]