Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/12, 2012

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ég legg til að greinin um Adam Smith verði grein mánaðarins.--Jóhann Heiðar Árnason (spjall) 29. september 2012 kl. 13:17 (UTC)

Adam Smith fæddist í smábænum Kirkcaldy í Skotlandi, faðir hans var tollgæslumaður en hann lést um hálfu ári fyrir fæðingu Adams. Ekki er vituð dagsetning fæðingu Adams en vitað er að hann hlaut skírn þann 16. júní 1723. Þegar Adam var aðeins fjögurra ára gamall rændi hópur sígauna honum en maður nokkur sem átti leið hjá lét vita af staðsetningu barnsins og því tókst að endurheimta hann heilu og höldnu. Á árunum 1729-37 stundaði Adam nám í latínu, stærðfræði, sögu og skrift við Burgh-grunnskólann. Hann hóf nám í Háskólanum í Glasgow fjórtán ára gamall þar sem hann nam undir leiðsögn Francis Hutcheson. Síðar stundaði hann nám við Oxford-háskóla en var ekki eins ánægður með námið þar og í Glasgow.

Fjarlægði ofangreinda málsgrein því mér sýndist hún teygja dálkinn of neðarlega. --Jabbi (spjall) 1. desember 2012 kl. 01:05 (UTC)

Já, það er rétt hjá þér þetta var kannski heldur mikið textamagn. Þetta getur hins vegar orðið frekar flókið varðandi sniðin á forsíðunni því það getur verið mikill munur á því hvernig forsíðan birtist eftir því hvernig skjá hver og einn er með hjá sér. Ég á fartölvu (ég man ekki alveg í hvaða hlutföllum skjárinn er) og þar birtist þetta sem allt of mikill texti. Borðtölvan mín er hinsvegar með skjá í hlutfallinu 16:9 og þar er þetta ekkert svo mikið. Núna er þetta hins vegar allt of lítill texti á 16:9 skjánum mínum og myndin af Adam Smith nær út fyrir sniðið (Hérna er mynd sem sýnir hvað munurinn getur verið mikill eftir stöðlum). Ég átta mig ekki alveg á því hvaða hlutföll eru algengust í dag þannig að ég reyndi að fara milliveg og bætti við smá texta þannig að hann er núna svipað langur og í fyrri greinum mánaðarins (4 línur á skjá í 16:9 hlutföllum). Vonandi lítur þetta ágætlega út hjá flestum.--Jóhann Heiðar Árnason (spjall) 1. desember 2012 kl. 15:09 (UTC)
Smá viðbót fyrir þá sem hafa áhuga. Hérna er vefsíða þar sem hægt er að sjá hvernig vefsíður líta út á mismunandi tækjum í mismunandi stærðum. Það þarf aðeins að slá slóðinni á íslensku Wikipediu inn til þess að sjá hvað munurinn getur verið mikill.--Jóhann Heiðar Árnason (spjall) 1. desember 2012 kl. 16:08 (UTC)