Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/07, 2010

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Áll bjór í maí, KR í júní, kominn tími á eitthvað annað:-)--Salvör Gissurardóttir 3. júní 2010 kl. 15:21 (UTC)

Hugmyndin var alltaf sú að láta einungis gæða- eða úrvalsgreinar vera greinar mánaðarins. Það eru allnokkrar gæðagreinar sem hafa aldrei verið grein mánaðarins, t.d. Flórens, Ástralía, San Francisco, Alþingi, Kommúnismi, The Matrix, Kris Kristofferson, Ál, Orka og John Hanning Speke svo dæmi séu nefnd (á gæðagreinasíðunni eru enn fleiri greinar sem hafa ekki enn verið greinar mánaðarins). Eigum við ekki frekar að velja einhverja þeirra? Hvernig væri að hafa t.d. Voynich-handritið? --Cessator 3. júní 2010 kl. 15:35 (UTC)
Annars væri líka verðugt verkefni að gera greinina Áll að gæðagrein. --Cessator 3. júní 2010 kl. 15:38 (UTC)
Hvað er þetta, KR er fínt félag. Þetta mætti þess vegna vera gæðagrein um ókomna framtíð haha. Hlynz 5. júní 2010 kl. 15:21 (UTC)
Greinin um álinn er vissulega efnileg, en það vantar töluvert upp á að hún get talist gæðagrein, að mér finnst. Til að mynda þyrfti að gera betur grein fyrir lífsferli hans og lífeðlisfræði. Flokkunarfræði og þróunarsögu mætti einnig gera einhver skil. Svo þarf að styðja greinina heimildum og vísunum í þær. Greinarnar sem Cessator nefnir sýnist mér góðar. Hvernig væri t.d. ál? Það er að vísu leiðinlega mikið af rauðum tenglum í henni, en það má vera mánaðargreinarstatus verði hvati til að bæta úr því. --Oddur Vilhelmsson 1. júlí 2010 kl. 09:16 (UTC)