Wikipediaspjall:Gæðagreinar

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég var að færa nýsamþykkta grein um John Stuart Mill yfir á síðuna og ákvað að setja hann undir vísindi/fólk; fyrst Adam Smith er þar, þá mætti Mill svo sem vera þar. En mér finnst hann samt ekki smellpassa þarna né heldur neins staðar annars staðar og mér finnst eiginlega vanta einhverja kategóríu fyrir fólk almennt á síðuna, fólk eins og Mill, sem afrekaði ýmislegt í fræðunum en einnig í stjórnmálum og er ekki síður þekkt fyrir ritverk sín, sem eru ekki endilega hardcore-vísindi (t.d. um heimspeki). Hvar á að hafa svona fólk? Eru fleiri sama sinnis eða er þetta bara della í mér? --Cessator 00:14, 12 nóvember 2006 (UTC)

Spurning hvort persónugreinar ætti að vera einn hópur út af fyrir sig. Held ég hafi rekist á slíkt á öðrum málum, ensku, spænsku... --Cessator 01:09, 7 ágúst 2007 (UTC)

Varðandi hugleiðinguna hérna að ofan: Það er á leiðinni, að því er virðist, gæðagrein sem er listi (Listi yfir forseta Bandaríkjanna). Ættum við að fara með þann ista eins og grein um stjórnmál og sömuleiðis aðra lista í framtíðinni, eftir því hvað er á listunum? Eða finnst ykkur að það ætti að vera sérkategóría fyrir gæðalista? Persónulega þætti mér fínt að hafa þá alla saman á einum stað. --Cessator 00:16, 12 nóvember 2006 (UTC)

Sér flokk fyrir lista, þannig verður til sér listi yfir greinar og sér fyrir lista. --Jóna Þórunn 16:23, 12 nóvember 2006 (UTC)
Já :) Þannig að gæðagreinar um vísindi verði undir yfirskriftinni „vísindi“, greinar um landafræði undir yfirskriftinni „landafræði“ og listar unfir yfirskriftinni „listar“. --Cessator 18:23, 12 nóvember 2006 (UTC)
Síðan má flokka listana seinna niður í undirflokka. --Steinninn 01:05, 7 ágúst 2007 (UTC)
Hví ekki það? Það er, þegar þeir eru orðnir nógu margir. --Cessator 01:08, 7 ágúst 2007 (UTC)