Wikipedia:RefToolbar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
RefToolbar í notkun á en.wikipedia

RefToolbar er JavaScript notendaforrit til að auðvelda heimildarskráningu.

Uppsetning[breyta frumkóða]

Til að nota RefToolbar ferðu í stillingarnar þínar og hakar við „Heimildarvalrönd” í smáforrita-flipanum. Næst þarftu að tæma síðuminnið (cache).

Textað myndband um notkun RefToolbar.

Fyrst þarft þú að setja bendilinn þar sem heimildin á að koma. Smelltu síðan á takkann „Heimildir”. Í fellivalistanum „Vísa í” veldu hverskonar heimild sé um að ræða. Þá birtist gluggi með reitum. Þú getur sett inn ISBN, PMID eða DOI auðkenni og smellt á fylla sjálfkrafa út til þess að fylla sjálfkrafa út upplýsingar. Ef greinin hafði eingar heimildir fyrir, mundu að setja annars stigs fyrirsögnina Heimildir með {{reflist}} fyrir neðan.