Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2011

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ponte Vecchio (gamla brúin) yfir Arnófljót þar sem áður voru búðir slátrara, en frá tímum Kosímós I aðsetur gullsmiða.

Flórens (ítalska: Firenze) (hefur einnig verið nefnd Fagurborg á íslensku) er sögufræg borg á Ítalíu og höfuðstaður Toskanahéraðs, auk þess að vera höfuðstaður samnefndrar sýslu. Á endurreisnartímanum var borgin borgríki og síðar höfuðborg hertogadæmisins Toskana. Hún er fræg fyrir að hafa alið marga helstu snillinga endurreisnarinnar á sviði vísinda, heimspeki og lista, svo sem Leonardo da Vinci, Galileo Galilei, Michelangelo Buonarroti og Niccolò Machiavelli.

Borgin liggur á hásléttu rétt sunnan við Appenínafjöllin, við Arnófljót í frjósömum dal þar sem áður var mýri. Íbúafjöldi borgarinnar er um 350.000 og atvinnulíf byggir fyrst og fremst á verslun, framleiðsluiðnaði og ferðaþjónustu. Fótboltalið borgarinnar heitir Fiorentina og heimavöllur þess er íþróttavöllur borgarinnar, Campo di Marte. Í borginni er alþjóðaflugvöllur (IATA: FLR), almennt kallaður Peretola eftir hverfinu þar sem hann er, en formlega kenndur við landkönnuðinn Amerigo Vespucci.

Fyrri mánuðir: KeilaHokusaiSystem of a Down