Fara í innihald

Wikipedia:Grein mánaðarins/2025

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024 · 2025

Janúar

Jimmy Carter

Carter árið 1977

James Earl „Jimmy“ Carter, Jr. (1. október 1924 - 29. desember 2024) var bandarískur stjórnmálamaður úr Demókrataflokknum. Hann var 39. forseti Bandaríkjanna á árunum 1977-1981 og vann friðarverðlaun Nóbels árið 2002.

Jimmy Carter var kjörinn forseti í kosningunum 1976, þar sem hann sigraði sitjandi forsetann Gerald Ford. Ford hafði áður verið varaforseti en hafði tekið við forsetaembættinu af Richard Nixon sem sagði af sér vegna Watergatemálsins. Carter náði kjöri á forsetastól sem pólitískur utangarðsmaður sem var ósnertur af hneykslismálum sem höfðu sett bletti á síðustu ríkisstjórnir landsins. Þrátt fyrir að koma þannig í Hvíta húsið með ferskum andvara glataði Carter smám saman vinsældum sínum vegna versnandi efnahagsástands í kjölfar olíukreppunnar 1979 og þjóðarauðmýkinga á borð við innrás Sovétmanna í Afganistan og gíslatökuna í Teheran. Þessir erfiðleikar stuðluðu að því að Carter tapaði endurkjöri á móti Ronald Reagan, frambjóðanda Repúblikana, í forsetakosningunum 1980.


skoða - spjall - saga


Febrúar

Nasistakveðja

Meðlimir Hitlersæskunnar fara með nasistakveðjuna á fjöldasamkomu í Berlín árið 1933.

Nasistakveðja eða Hitlerskveðja er kveðja sem felst í því að rétta fram hægri handlegginn og láta höndina snúa niður með útrétta fingur. Kveðjan byggir á svokallaðri „rómverskri kveðju“, sem var eitt af einkennismerkjum ítalskra fasista. Hún var síðan tekin upp af Nasistaflokki Adolfs Hitler í Þýskalandi og varð eftir það einkum bendluð við nasisma. Í Þýskalandi nasismans frá 1933 til 1945 sagði fólk jafnan Heil Hitler (ísl. „Heill sé Hitler)“ þegar það fór með kveðjuna. Í Þýskalandi heilsaði fólk stundum jafnframt að sið nasista með beygðum handlegg fremur en útréttum, þar á meðal Hitler sjálfur.

Kveðjan er enn notuð af sumum nýnasistahópum og nýfasistum á Ítalíu.


skoða - spjall - saga


Mars

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er milliríkjastofnun sem situr í Haag í Hollandi. Hann hefur sjálfvirka lögsögu sem sóknaraðili gegn einstaklingum sem grunaðir eru um alþjóðaglæpi sem þýðir að dómstólinn er óháður sérstöku samþykki viðkomandi ríkja. Dæmi um mál sem dómstólinn getur látið til sín taka eru þjóðarmorð, glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir. Í nánustu framtíð er hægt að sjá dómstólinn sækja mál er varðar brot á „almennum“ friði í heiminum.

Dómstólnum er ætlað að vera framlenging við núverandi innlend dómskerfi hjá þjóðum heimsins. Dómstólinn getur aðeins beitt lögsögu sinni þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt, svo sem þegar innlendir dómstólar eru ófúsir eða ófærir um að sækja glæpamenn til saka. Einnig er það skilyrði að annaðhvort þegnríki hins ákærða eða ríkið þar sem ákært brot var framið í sé aðili að Rómarsamþykktinni. Í málum sem tengjast stríðsglæpum er aðildarríkjum heimilt að undanþiggja sig lögsögu dómsins í allt að sjö ár frá aðild ríkisins að samþykktinni. Einnig getur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vísað málum til dómstólsins og einnig einstök ríki. Dómstólinn var stofnsettur 1. júlí 2002, sama dagsetning og Rómarsamþykktin gekk í gildi. Rómarsamþykktin er samþykkt sem lögð er til grundvallar dómstólnum. Hún er þjóðréttarsamningur sem ríki gerast aðilar að með undirritun Rómarsamþykktarinnar og verða þar með aðilar að dómstólnum.


skoða - spjall - saga


Apríl

Wikipedia:Grein mánaðarins/04, 2025
skoða - spjall - saga


Maí

Wikipedia:Grein mánaðarins/05, 2025
skoða - spjall - saga


Júní

Wikipedia:Grein mánaðarins/06, 2025
skoða - spjall - saga


Júlí

Wikipedia:Grein mánaðarins/07, 2025
skoða - spjall - saga


Ágúst

Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2025
skoða - spjall - saga


September

Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2025
skoða - spjall - saga


Október

Wikipedia:Grein mánaðarins/10, 2025
skoða - spjall - saga


Nóvember

Wikipedia:Grein mánaðarins/11, 2025
skoða - spjall - saga


Desember

Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2025
skoða - spjall - saga


Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024 · 2025