Wikipedia:Grein mánaðarins/03, 2015

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Luis Buñuel.

Luis Buñuel (22. febrúar 190029. júlí 1983) var frægur spænskur kvikmyndagerðarmaður, og af mörgum talinn einhver mikilvægasti leikstjóri kvikmyndasögunnar. Hann starfaði aðallega í Frakklandi og Mexíkó en einnig í heimalandi sínu og Bandaríkjunum. Buñuel giftist franskri konu, Jeanne Rucar í París árið 1934, þau voru gift fram á dauðadag Buñuels 1983, tæplega hálfri öld síðar. Þau eignuðust tvo syni Rafael og Juan Luis Buñuel.