Wikipedia:Grein mánaðarins/01, 2009

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ísbirnir skoða kafbát nálægt norðurpólnum.

Norðurslóðir eru heimshlutinn í kringum Norðurheimskautið. Innan norðurslóða eru hlutar af Rússlandi, Alaska (BNA), Kanada, Grænland (Danmörk), Ísland, og norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, en stærsti hluti svæðisins er hið ísi lagða haf Norður-Íshafið. Ekki er til nein algild skilgreining á norðurslóðum en oftast er ýmist miðað við Norðurheimskautsbaug (66° 33’N), skógarmörk í norðri (trjálínu), 10°C meðalhita í júlí eða skilin milli kalda Íshafssjávarins og hlýrri sjávarstrauma í Norður-Atlantshafi. Vistfræðilega er Ísland á mörkum þess svæðis sem talið er til norðurslóða. Þau ríki sem eiga lönd innan norðurslóða vinna saman innan Norðurskautsráðsins.