Wikipedia:Grein mánaðarins/01, 2006

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjórar hleðslurafhlöður af stærðinni "AA"

Rafhlaða (eða batterí) er tæki sem geymir orku og gerir hana aðgengilega á formi rafstraums. Slík geymsla á rafstöðu-formi er hagnýt til vissra sérhæfðra nota (í þétti) en flestar rafhlöður eru gerðar úr rafefnafræðilegum tækjum svo sem einni eða fleiri galvanískum sellum, eða nú nýjast brunasellum og kunna að byggja á enn öðrum gerðum af tækni í framtíðinni. Rafhlöðuiðnaðurinn veltir 180 milljörðum króna á ári.