Wikipedia:Gæðagreinar/Strandasýsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðarkirkja í Steingrímsfirði.
Staðarkirkja í Steingrímsfirði.

Strandasýsla er sýsla á Vestfjörðum á Íslandi sem nær frá Holtavörðuheiði í suðri að Geirólfsgnúpi í norðri. Íbúafjöldi sýslunnar var 747 í árslok 2008. Strandir eru heiti á byggðinni og svæðinu sem liggur norður meðfram vestanverðum Hrútafirði og Húnaflóa þar til Hornstrandir taka við.

Vestan megin á Strandasýsla mörk að Norður-Ísafjarðarsýslu, Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu. Austan megin er Húnaflói og Vestur-Húnavatnssýsla. Suðurendi sýslunnar teygir sig upp á Holtavörðuheiði þar sem hann mætir sýslumörkum Mýrasýslu.

Stærsti þéttbýlisstaður Strandasýslu er þorpið Hólmavík við Steingrímsfjörð um miðbik Stranda með 368 íbúa (1. jan. 2009). Þar er meðal annars rækjuvinnsla og þó nokkur útgerð. Annar þéttbýliskjarni við norðanverðan Steingrímsfjörð er Drangsnes og við Hrútafjörð er Borðeyri. Á Steingrímsfirði, úti fyrir Drangsnesi, er eyjan Grímsey. Akvegur fær öllum bílum liggur að Ingólfsfirði, norðan Trékyllisvíkur, en jeppavegur nær alla leið í Ófeigsfjörð.

Lesa áfram um Strandasýslu...